20.6.2013 | 00:41
Hamingjan framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2013 | 01:03
Hress gestur og rafmagnsfjör!
Frábært, æðislegt. Loksins fékk ég gest , þann fyrsta úr fjölskyldunni síðan ég flutti hingað norður fyrir sex mánuðum. Og hann kom með ,,stæl!'' Bergþór Njáll mætti galvaskur með flugi klukkan sex að kvöldi á föstudaginn síðasta. Það munaði litlu að ég yrði of seinn að sækja hann því að Applausinn minn heldur áfram að plaga mig með fleiri og fleiri bilunum, rétt eins og hann viti að ég hyggist selja hann og að hann sé að reyna að koma í veg fyrir að fara til nýs eiganda. En ég vil ekki drepa fólk úr leiðindum sem hefur ekki áhuga á þessu bílaveseni sem er að gera mig gráhærðan svo að ég er búinn að setja þann pakka hérna neðst í færsluna, ég bara varð að fá útrás
! En allavega. Við áttum óborganlega helgi, við grilluðum saman, drukkum öl, rúntuðum um stórt svæði og gerðum margt fleira skemmtilegt. Á laugardaginn fórum við að Grettislaug en þar er afar fallegt. Þar eru brött og formfögur fjöll, bjarg skammt frá sem steypist út í sjó, Drangey örstutt frá og mun tignarlegri en frá Króknum, hestar og önnur dýr á svæðinu og svo auðvitað laugarnar sjálfar (hin náttúrulega Grettislaug og Jarlslaug). Við fengum leyfi til að grilla á staðnum og fengum lánað grill, borð og allt og við grilluðum svínarif sem var auðvitað engin leið að borða nema með höndunum, sem var bara þægilegt. Svo eyddum við löngum tíma í laugunum sem voru vel heitar. Ég dýfði fæti í sjóinn en hann var allt of kaldur ennþá svona snemma í júní, ja ég lagði allavega ekki í þetta að sinni. Svo var haldið til baka á Krókinn (bíllinn hrökk í gang sem betur fer) og fengið sér smá öl. Sunnudagurinn fór aðallega í leti og stuttan útsýnisrúnt upp í skíðabrekkuna við Tindastól og svo meiri leti! En nú voru góð ráð dýr, bíllinn náði að afhlaða sig á örskömmum tíma á meðan við vorum inni og brósa vantaði far til baka út á flugvöll. Ég náði sem betur fer að hlaða geyiminn í nokkrar mínútur og svo tók ég sénsinn að skemma kannski hleðslutækið mitt (sem ég er nýbúinn að kaupa dýrum dómum) og ræsti bílinn með tækið ennþá tengt, og það tókst án skemmda svo að allt endaði vel og brósi komst út á völl í þessa pínulitlu flugvél sem þjónustar Krókinn (öfund!).
Varúð, ekki lesa lengra ef þér leiðist bílaröfl!
Þessa einu helgi sem Bergþór Njáll var í heimsókn fékk ég start frá þremur ólíkum manneskjum og ég fékk aðstöðu til að hlaða geyminn yfir nótt hjá þeirri fjórðu og kann ég öllum þökk fyrir. Stóra vandamálið með bílinn minn í dag er þetta rafmagnsvesen og ég veit aldrei hvenær bíllinn fer í gang og hvenær ekki. Til að bæta gráu ofan á svart þá er bilaður hitamælir sem á að sjá til þess að sprengihólfin fái rétta bensínblöndu við ræsingu eftir því hvort það er kalt eða heitt úti. Bíllinn fær því oft ranga blöndu og fer ekki í gang fyrr en kannski í annarri eða þriðju tilraun, en þá er ég oft búinn að klára af rafgeyminum og næ ekki að ræsa vélina. Vandamálið stafar af afhleðslu einhvers staðar í öllu rafkerfinu og ég er ráðalaus og hef ekki hugmynd um hvaða vír er að leka allri orkunni. Ég hef meðal annars aftengt allar hurða- og skottperur en það bætti málin ekkert, en það var ekki fyrr en ég hafði skipt um rafgeymi og vandamálið hvarf samt ekki sem ég varð 90% viss um að ég hefði rétt fyrir mér með að þetta væri afhleðsluvandi. Ég hafði alltaf aftengt gamla geyminn eftir hverja ökuferð eftir að ég sá að það að aftengja allar hurða- og skottperur virkaði ekki. Nú var nýji geymirinn kominn í svo ég hætti að aftengja eftir hvern akstur. En eins og fyrr segir var nýji geymirinn skyndilega hleðslulaus í fyrsta sinn á ögurstundu þegar ég var að verða of seinn að sækja Bergþór Njál. Á laugardaginn datt okkur brósa í hug að athuga hvort það væri nóg vatn á nýja geyminum... og við fórum að fikta í honum sem endaði með að núna er ég líklega búinn að skemma geyminn þannig að nú er ekki nóg með að bíllinn afhlaði geyminn ef geymirinn er tengdur við hann, geymirinn sjálfur er farinn að afhlaðast þó hann sé ótengdur, og gerir það bara tvöfalt hraðar tengdur. Nú verð ég semsagt að gefa bílnum start í hvert sinn sem ég þarf að nota hann (eða hlaða geyminn yfir nótt), og ég þori varla að slökkva á bílnum fyrr en ég er aftur kominn heim. Já, í stuttu máli verð ég að henda skrjóðnum á verkstæði og láta finna út úr þessu, (og skipta um öxulhosu og laga pústið, bæði nýbilað) og jafnvel kaupa nýjan geymi! Argh, ég er nýbúinn að þurfa að eyða tugum þúsunda í að láta hjólastilla bílinn (svo dekkin étist ekki upp), fara með hann í skoðun, láta laga erfiðan bensínleka, kaupa föt (sem hefur setið á hakanum síðan áður en ég fór í FB svo ég átti engin heil föt eftir og ég bara varð að versla!) og fara í nauðsynlega tannlæknaferð . Semsagt, von mín um að geta skipt um bíl er að verða að engu því að í stað þess að geta safnað uppí er ég kominn í mínus aftur og ég mun enda á núlli í gróða þegar ég sel þetta kvikyndi! Já, ég var of seinn að skipta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2013 | 23:52
Júní mættur!

E.S. Ég var að lesa að Hermann Gunnarsson er látinn. Ég á eftir að sakna þess að heyra í honum eða sjá hann í fjölmiðlum. Hann var sannarlega frábær maður, hláturmildur og með hjartað á réttum stað og góð fyrirmynd á svo margan hátt. Mamma mín gerðist svo fræg í vetur að vera í þættinum hans á Bylgjunni í smá stund þar sem hún tók þátt í spurningakeppni ásamt annarri konu og stóð sig auðvitað með glæsibrag og ég get ímyndað mér að það hafi verið gaman að tala við Hemma í eigin persónu. Enginn getur komið í annars stað en allir hafa víst sinn tíma á jörðinni og hans spor á heiminn munu ekki hverfa sem betur fer.
Bloggar | Breytt 5.6.2013 kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2013 | 05:02
Það sem er að frétta ákkúrat núna

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2013 | 02:12
Sumar, sumar :)

Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2013 | 22:37
Vikan í stuttu máli
Lífið er sannarlega ekki alltaf sanngjarnt. Haraldur frændi minn og Vala áttu von á barni í sumar, en því miður fæddist það nokkrum vikum of snemma. Gabríel Freyr Haraldsson lést um tvem vikum eftir að hann kom í heiminn, næstum alveg fullskapaður, fallegur drengur. Þau skýrðu hann daginn áður en hann kvaddi. Ég fór suður eftir vinnu á þriðjudaginn síðasta og fór í sorglega en fallega jarðarför á Akranesi daginn eftir á sólríkum degi. Þetta er í annað sinn sem þetta gerist og þau eru hetjur að komast í gegnum svona áfall tvisvar. Vonandi gengur þeim allt í haginn framvegis. Fyrst ég var kominn suður og það var frídagur á fimmtudaginn (sem var reyndar færður yfir á föstudaginn í vinnunni) þá tók það því ekki og borgaði sig ekki, að fara aftur norður bara til að vinna í einn dag og koma svo aftur suður til að vera yfir helgina, þannig að ég ákvað bara að missa úr tvo vinnudaga og var í fimm daga fyrir sunnan. Eftir smá yfirferð á bílnum með pabba þá kom ég Applausinum í gegnum skoðun, sem ég bjóst nú ekki við að myndi heppnast, en þetta þýðir að ég get farið að huga að því að setja hann í sölu. Ég náði að hitta fullt af ættingjum og vinum, fór í bíó með frænku minni og fór með mömmu og Sindra í golf en brósi er kominn með mikinn golfáhuga, skemmtilegt nokk, og fær ágætis útrás við að slá kúlurnar hverja á eftir annarri. Ég læt þetta duga í bili, hafið það sem allra best.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2013 | 23:20
Vetur konungur neitar að fara
Þá er kominn maí og með þeim mánuði kviknar von um að nú fari veturinn að gefa eftir fyrir sumrinu. Enn sjást þó engin merki um það hér á Króknum að það sé að koma sumar, ef birtan er undanskilin. Það snjóaði í dag og var skítkalt úti og þó ég hafi yfirleitt lítið á móti vetrinum er ég alveg kominn með nóg í bili. Ég verð að þrauka í eina til tvær vikur í viðbót, þá hlýtur þetta að fara að koma. Ég get farið að gleðjast yfir öðru á meðan ég bíð, en það er það að ég er loksins að verða laus við mínusinn í fjármálunum. Á næstu 1-2 vikum verð ég hættur að nota yfirdráttarheimildina og þá get ég loks farið að safna, en það er betra að eiga einhverjar krónur ef ég ætla að reyna að skipta um bíl, sem er löngu orðið tímabært, eða ef ég verð heppinn og fæ vinnu á Ísafirði en kemst ekki strax í hentugt húsnæði, þá er betra að hafa úr einhverju að moða.
Ég hafði það gott á baráttudegi verkalýðsins og notaði frídaginn í afslöppun og eins í breytingar á herberginu mínu, svo það má segja að ég hafi skipt deginum í tvennt. Ég reisti gestarúmið við á langhliðinni til að stækka gólfplássið hjá mér, en þetta lítur samt snyrtilega út því ég tók lappirnar af og hef teppi yfir og rúmið mitt liggur upp við, þannig að það er komið með bak og virkar því eins og sófi líka. Svo ef ég fæ gest yfir nótt þá er minnsta mál að leggja aukarúmið niður á meðan á heimsókninni stendur.
Það er áhugaverð helgi framundan því vinnufélagi minn ætlar að plötusnúðast á veitingastað einum í miðbæ Króksins á laugardaginn, en staðurinn verður þá væntanlega í kráarbúningi á meðan. Náungi þessi er frá Ástralíu en flutti hingað með íslenskri konu sinni og er víst flinkur trommari, en hann mun hvíla kjuðana í þetta sinn og spila í staðin sálar, funk og hip hop tónlist eða eins og hann orðar það sjálfur á fésbókarviðburðinum fyrir kvöldið: ,,Come listen to some decent tunes and drink."
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2013 | 23:05
Sumardagurinn fyrsti í höfn

Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2013 | 02:27
Hausinn á mér fullur af áætlunum
Þá er enn ein helgin hafin og ég bíð og bíð eftir sumrinu, eins og svo margir. En biðin núna hefur verið erfiðari en áður því að það er mikil óvissa framundan hjá mér. Ég er nefninlega kominn með það á heilann að komast til Ísafjarðar eða nágrennis. Vestfirðirnir kalla á mig, eins og þeir hafa reyndar alltaf gert. Þó Sauðárkrókur sé góður staður þá var það aldrei ætlunin að flytja hingað, heldur aðeins að dvelja hér um skamma hríð (af því að hér fékk ég vinnu) á meðan ég losnaði við yfirdráttinn og fyndi mér vinnu þar sem ég vildi búa til frambúðar og kaupa mér íbúð. Vestfirðir og Strandir hafa alltaf verið þeir staðir sem ég hef fyrst og fremst viljað búa á, en ég væri líka hæstánægður með að búa á Austfjörðum eða á Eyjafjarðarsvæðinu. En ég hringla ekki meir með þetta, Ísafjörður eða nágrenni skal það vera. Þaðan er styttra fyrir mig á þá staði sem ég sæki mest í og góðar flugsamgöngur til Reykjavíkur, þar er ódýrt húsnæði og lágvöruverðsverslun, gott aðgengi að námi, frábær menning og svo margt fleira sem heillar, eins og t.d. fjöllin. Ég er byrjaður að sækja um störf og vona það besta og ef heppnin er með, þá kemst ég vestur í sumar eða haust.
Fyrir utan þetta þá er svona helst að frétta að ég er byrjaður að skokka aftur eftir að hafa jafnað mig á öfga skokkinu fyrr í vetur sem fór alveg með mig. Nú verður vegalengdin höfð styttri og hún verður ekki lengd í bráð. Svo stofnaði ég auka sparireikning til að nota sem ferða- og neyðarsjóð (og söfnunarsjóð til að geta skipt um bíl) en ég held að þetta sé bráðsniðug hugmynd hjá mér, og ég vona bara að ég nái fljótlega að gauka nógu í hann til að gera eitthvað skemmtilegt. Ég held að bílakaup verði það fyrsta sem ég fer í en nú finnst mér loks vera kominn tími til að skipta um bíl eftir að hafa átt Applausinn minn í einhver sjö ár, mér er í fyrsta sinn farið að leiðast bíllinn þó ég beri samt tilfinningar til hans, þetta er klárlega bíll með sál.
Það er líf og fjör í fiskabúrinu mínu en gúbbunum mínum fækkaði fyrst úr sex í fimm að því er virðist (einn karlinn hvarf bara á dularfullan hátt), en fjölgaði á móti um all nokkur seyði og nú hafa fjögur þeirra komist á legg og eitt þeirra er komið með lit í sporðinn. Í vikunni fór ég í göngutúr um bæinn og ákvað að kanna hann betur, og mér til ánægju uppgötvaði ég brattan malarveg sem fer beint upp af húsinu sem ég bý í og alveg upp á hæðina fyrir ofan, og þar er magnað útsýni yfir allan bæinn og hestar á beit sem sýndu mér mikinn áhuga! Alveg ótrúlegt að ég hafi fyrst núna fundið þessa leið, ekki slæmt það þó!
Vonandi fara bræður mínir að geta kíkt í heimsókn til mín, en af þeim þá hafa Bergþór og Sindri haft mestan áhuga og það væri reglulega gaman að fá þá hingað yfir helgi eða lengur. Ég býst þó fastlega við því að þeir komi í sitt hvoru lagi en varðandi Sindra þá verð ég að plana það ferðalag svolítið fyrir hann kallinn. Vonandi verður af þessu í sumar. Jæja, þetta fer að verða heil fréttasíða ef ég hætti ekki núna, hafið það gott og meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2013 | 12:56
Laumaðist á Akureyri

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar