Bloggfærslur mánaðarins, mars 2019

15. júlí 2007 byrjaði ég líklega á hinum mikla tímaþjófi - facebook!

Ég var að reyna að finna það á fésbókinni í dag hvenær ég byrjaði í henni, en uppgötvaði þá að allt í einu sýnir hún ekki lengur skráningardagsetninguna! Hvers vegna í ósköpunum? Það elsta sem ég gat samt fundið á veggnum mínum voru skilaboð frá Mist Rúnarsdóttur frá 25. júlí 2007 þar sem hún segir ,,Hey hey! Velkominn á þetta rugl.'' En ég hef lengi fundið hvernig facebook hefur lítið sem ekkert stuðlað að uppbyggilegum hlutum fyrir mig. Það sem facebook gerir fyrst og fremst fyrir mig er að sjúga frá mér allan tíma svo ég afkasti engu. Ég er með of mikinn athyglisbrest til að ráða við að hanga þarna dags daglega, svo að hér með ætla ég að forðast það eins og heitan eldinn að skoða þennan samskiptamiðil. Það er líklega best að kíkja bara einusinni í viku eða svo, bara rétt til að missa ekki af viðburðum, og til að kannski henda inn einni og einni mynd fyrir fjölskyldu og vini til að geta fylgst með manni. Svo þarf ég að hætta alveg á facebook í símanum og þá er ég góður. Gangi mér vel!


Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Maí 2021
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband