Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Júlíbloggfærslan :P

Alveg magnað, þetta sumar hættir ekki að koma á óvart :)

Það hefur sjaldan eins margt gerst hjá mér á einu sumri og núna, og það á sama tíma og ég er ekkert að skrifa hérna! En þið verðið að sætta ykkur við það, ég hef bara haft um allt of mikið að hugsa og gera til að hafa haft tíma í eitthvað svona. En hér kemur þó það helsta sem er að frétta af mér.

Síðasta vinnudeginum mínum hjá Hólmadrangi lauk núna á sunnudaginn, og lýkur þar með tveggja ára starfsferli mínum þar, en ég er líka að fara af vinnumarkaðnum núna í fyrsta sinn í 6 ár. Og ég sem ætlaði bara að taka mér árs frí eða svo frá skóla! Vúps, eitthvað teygðist úr þessu ári, en jæja, ég er allavega að bæta úr þessu núna :)

Að sjálfsögðu hélt ég upp á þessi tímamót að vera hættur með nokkrum öllurum um kvöldið, en svo tók það strax við daginn eftir að pakka niður og byrja að flytja mína fátæklegu búslóð suður, en ég er semsagt nýfluttur núna til Reykjavíkur bara síðan á mánudaginn. Ég og fleiri erum búnir að flytja nokkra bílfarma af draslinu mínu suður, en ég á samt eina ferð eftir til að sækja restina, en svo verður nú líka smölun í haust og svona, þannig að ég fer nú aldrei alveg í burtu! Ég þakka Hafþóri kærlega fyrir herbergið á Hólmavík, það var alveg frábært að búa þarna og ég á eftir að sakna þessa litla en huggulega herbergis, og bara íbúðarinnar í heild...já og auðvitað Hólmavíkur...og fólksins! :)

Nú get ég varla beðið. Ég er að fara á Þjóðhátíð í Eyjum með kærustunni (já ég er kominn í samband ef einhver ekki veit) og ég er ekkert smá spenntur, enda er þetta mín fyrsta ferð til Eyja! Kærastan fór með Herjólfi núna í nótt en ég fer með flugi í dag því ég var svo seinn að ákveða að skella mér að það var allt orðið uppselt með Herjólfi og ég var ekki nógu duglegur að redda mér miðum. En ef ég hefði verið fyrr á ferðinni hefði ég frekar kosið Herjólf, aðallega bara uppá stemninguna að gera :) Ég er búinn að frétta það að það verður fullt af fólki þarna sem ég þekki og svo segja allir að Þjóðhátíð sé eina vitið í ár þannig að það er eins gott að ég ákvað að skella mér! Þetta er allt saman mjög spennó :D

En þetta verður að duga í bili. Meira í ágúst, vonandi :P


Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband