Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

Páskafjör :)

Sælt veri fólkið. Ég er staddur í Reykjavíkinni í augnablikinu og hef það gott með fjölskyldunni en við Sunna ákváðum að kíkja suður um páskana. Því miður erum við í staðin að missa af Aldrei fór ég suður hátíðinni sem er um páskana á Ísafirði og ég hef aldrei komist á, en maður getur auðvitað ekki verið á tvem stöðum í einu! Við erum nokkuð ákveðin í að fara næst, og reyna þá að plata fjölskyldurnar okkar til að skella sér bara vestur þá og kíkja á fjörið! Það er alltaf notalegt að skreppa til Reykjavíkur og njóta þess sem borgin hefur upp á að bjóða, og yfirleitt er ég á fullu mest allan tímann að heimsækja vini og ættingja, já eða bara versla og fá mér svo eitthvað gott að borða. Þá fer ég yfirleitt á einhvern stað sem ekki er í boði þar sem ég bý, eins og t.d. KFC, namm haha! Það er annars mest lítið að frétta af mér, lífið er komið í nokkuð fastar skorður þarna fyrir vestan, sem er bara ágætt. Þegar vinnan er búin hjá okkur förum við mjög oft í sund og slökum á í heitu pottunum, svo er ýmislegt brallað um helgar, rúntað milli bæja, farið út að borða, kíkt niðrá höfn að dorga, farið í heimsóknir, í bíó, út á leikvöll fyrir stelpuna og fleira sem ég nenni nú ekki að telja upp núna. Svo leiðist okkur heldur ekki að taka bara huggulegt kvöld heima með DVD í spilaranum og snakki og svona! Okkur hlakkar mjög til sumarsins, enda hefur veturinn verið mjög snjóþungur og erfiður, með hverjum storminum á eftir öðrum. Það er aðeins farið að glitta í auða jörð á milli skaflanna og ég get ekki beðið eftir að við komumst í einhver ferðalög.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband