Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Páskaletin

Loksins, loksins fékk ég eitthvað frí. Þessir páskar voru hrein himnasending fyrir mig, svo algjörlega það sem mig vantaði núna því að ég var svo fullkomlega kominn með upp í kok af vinnu, sérstaklega af þessari endalausu helgarvinnu alltaf hreint. Ég er orðinn fínn í fætinum og er byrjaður að hreyfa mig aftur og það er líka eins gott, því að ég gjörsamlega missti mig í leti og ruslfæði og jafnvel sötri um páskana! Þessi naglaskratti sló mig alveg út af laginu því að það er svo erfitt að byrja aftur að hreyfa sig ef maður neyðist til að taka hlé út af einhverju svona. Þetta er í fyrsta sinn síðan 12. janúar sem ég hef sleppt því að fara út að hlaupa eða synda daglega og jú, það er ekki að spyrja að því, ég bætti á mig 3 kílóum á þessum 12 letilífs dögum.

Ég sat þó ekki alveg aðgerðarlaus því ég náði að koma bílnum í stand til að geta komið honum í gegnum skoðun (sem ég svo fékk, jibbí!!!), en það kostaði heilan helling af peningum, jafnvel þó að pabbi og ég skiptum sjálfir um varahlutina en ég varð að skipta um báða bremsuklossana og bremsudiskana að framan og báða demparana að framan líka, auk þess sem ég þurfti að láta gera við pústið. Heildarkostnaðurinn fór upp í einhvern hundrað þúsund kall en ég neyddist til dæmis til að kaupa demparana hjá rándýru umboðinu á tæpan 30 þúsund kall stykkið, svona til að nefna eitthvað verðdæmi. Hvað get ég sagt, kannski er mér bara farið að þykja vænt um þennan bíl? Það væri líka svo mikið 2007 að skipta um bíl hehe.

Ég flakkaði mikið um páskana og fór í heil tvö skipti í bæinn. En það hafði þó sínar ástæður. Í fyrra skiptið fór ég í bæinn til að vesenast þetta með bílinn og versla eitthvað og svona. Síðan elti ég fjölskylduna mína aftur til Hólmavíkur því að þau höfðu ákveðið að kíkja í heimsókn í sveitina, sem var alveg frábært. En svo fór ég aftur í bæinn í von um að ná að hitta á vini mína áður en fríið væri á enda og kannski jafnvel fara á djammið með þeim. Og jú, mér varð að ósk minni, svo þetta var alveg akstursins virði. En svo ég slúðri nú eitthvað um Hólmavíkurleiðangurinn hjá fjölskyldunni þá kíktum við meðal annars í heimsókn á Stakkanesið en þar fengum við að taka í snjósleðann hans frænda, og það var í fyrsta sinn á æfinni sem ég prófa slíka græju. Ég ætla ekkert að ljúga núna, mér fannst það bara geðveikt gaman og vá, þvílíkur kraftur í þessu, ég rétt prófaði að gefa alveg í botn og ég fékk sko bara fiðring í magann hehe! Ég fór nú samt frekar varlega á sleðanum en það er eins gott að fá ekki að prófa svona tæki mikið vegna þess að að ég má ekki við því að fá dýrar bakteríur núna! Ætla helst bara að halda mig við ódýr áhugamál á næstunni eins og t.d. að teikna eða eitthvað því að ég eyddi allt of miku um páskana, eiginlega bara kláraði peningana mína alveg. Það er eitthvað sem hefur ekki gerst í laaangan tíma. Það er frekar óþægileg tilfinning að eiga í fyrsta sinn síðan árið 2007 minna en hundrað þúsund kall. Tja, ég er þó skuldlaus og enn með vinnu.


Suður á sunnudaginn :D

Það eru alltaf allir að kvarta yfir því að ég láti aldrei vita þegar ég skrepp í bæinn svo nú er ég bara að koma því til skila alls staðar og þá getur fólk hætt að kvarta! Næst fer ég á Facebookið og hmm, hvað svo, sms? Allavega, ég er semsagt kominn í páskafrí (jei!!!) en ég ætla samt að slugsast eitthvað á Hólmavík fram á sunnudag, það bara er svo gott að hanga og gera ekki neitt, ég veit ekkert betra! Ég til dæmis fór bara að sofa eftir vinnu í dag og svaf svo bara alveg þar til mig langaði af einhverri ástæðu aftur á fætur og þá var klukkan að ganga ellefu í kvöld! Svona á lífið að vera :D Annars hef ég ekki átt tvo dagana sæla því ég er búinn að vera með kvef og svo bættist ofan á það að það stakkst ryðgaður nagli langt inní hælinn á vinstri fætinum á mér á þriðjudaginn í vinnunni og svo um kvöldið var ég kominn með sýkingu, nógu slæma til að ég gat ekki gengið og var að drepast þó ég snerti hann ekki einusinni, þannig að ég er búinn að vera á sýklalyfi og var frá vinnu á miðviku og fimmtudag en mætti svo í vinnuna á föstudaginn enda var búið að lofa mér að ég gæti setið við hreinsibandið allan daginn og það gekk líka eftir. Ég er alveg í mega stuði yfir þessu fríi, það er samt ekkert sérstakt planað þannig að nú er bara spurningin hvað maður á eftir að gera af sér haha...

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband