Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Mánaðar frí

Jæja, þá er ég loks kominn í fríið sem ég hef beðið eftir frá því í vor, eða raunar lengur. Er enn að klípa mig í kinnina yfir þessu. Ég ætlaði að nota þessa nokkru frídaga sem ég hef fyrir Spánarferðina til að ferðast um Vestfirðina og túristast svolítið hérna á Íslandi, en ég hef hætt við vegna grenjandi úrhellis rigninga en ég hafði hugsað mér að tjalda! Þannig að ég kem bara í staðinn fyrr til Reykjavíkur, ætli ég leggi ekki bara af stað suður í dag, svona seinnipartinn. Vonandi get ég notað þessa rigningardaga í heimsóknir eða hitting áður en við fjölskyldan förum út. Hlakka til að hitta alla!

Það beit á!

Ég er þokkalega sáttur við tilveruna núna. Ég skellti mér í sumarbústað við Úlfljótsvatn um helgina sem foreldrar mínir tóku þar á leigu. Öll fjölskyldan skellti sér uppí bústað og nokkrir ættingjar og vinir kíktu líka. Ég nældi mér í fyrsta sólbrunann á þessu sumri og veiddi minn fyrsta silung (með góðri aðstoð) og var þetta fyrsti aflinn minn í tvö ár ef minnið er ekki að bregðast. Það var alveg hrikalega spennandi að komast loksins í veiði og ég trúði því varla fyrst þegar ég fann að það var búið að bíta á því að ég var svo viss um að ég myndi ekkert fá. Ég landaði samtals þremur, og voru tveir af þeim mjög vænir. Ég fékk þá alla á spún á báti nálægt landi en mér hefur aldrei áður tekist að veiða á spún í ferskvatni. En fyrir utan það að veiða var slakað á í heita pottinum og farið í gönguferð og það var grillað, hvað annað! Ég skrapp líka á Selfoss til að versla og skoða mig um. Skrítið að hugsa til þess að ég hafi komið svona nálægt Reykjavík án þess að hafa einusinni keyrt þar framhjá en ég beygði nefninlega úr Hvalfirðinum á veg sem liggur þaðan yfir á Þingvallaveg en það var styttra fyrir mig en að beygja inná hann frá Mosó. En það er orðið skuggalega langt síðan ég skrapp í borgina síðast svo ég hlýt að fara að fá fráhvarfseinkenni bráðum. Bara þessi og næsta vika eftir og svo er ég kominn í frí :)


Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband