Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Næturhrafninn í mér endurkominn

Eftir næstum tvær vikur frá vinnu er næturhrafninn í mér endanlega snúinn aftur. Ég er steinhættur að vakna fyrir hádegi og sömuleiðis aldrei sofnaður fyrir miðnætti. Hef haft það gott hér í borginni en fer líklega aftur norður á laugardaginn. Svo byrja ég að vinna aftur á undan flestum öðrum, annan í páskum en það er vegna þess að einhverjir þurfa að undirbúa vinnsluna daginn eftir.

Það sem hefur verið að hrjá mig, sem er aðal ástæðan fyrir að ég er búinn að vera frá vinnu svona lengi er sinaslíðursbólga í verri kantinum og hálsbólga og ég var settur á tíu daga bólgueyðandi kúr (fyrir hendurnar). Hálsbólgan er loks farin en mig verkjar enn eitthvað í vinstri hendina sem er ótrúlegt eftir allan þennan tíma. En þetta hlýtur samt að hafa haft eitthvað að segja svo ég skelli mér bara aftur í vinnuna á mánudaginn, og það liggur líka við að maður sé loksins farinn að verða örlítið þreyttur á að gera ekki neitt, ótrúlegt en satt! Samt gæti ég alveg vanist því hehe.


Allt á réttri leið

Er kominn í frí fram yfir páska. Er búinn að vera slappur á ýmsa vegu svo mér veitir ekki af hvíldinni til að jafna mig almenninlega svo ég geti farið að vinna aftur án þess að vera að pína mig áfram. Nú er bara spurning hvað maður gerir við tímann, hvort maður eyði hluta af honum fyrir norðan eða dvelji bara allan tíman fyrir sunnan? Mér er allavega farið að líða betur, þetta er allt að koma.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband