Sumardagurinn fyrsti í höfn

Þetta var ágætur fyrsti sumardagur, ég gef honum svona þrjár stjörnur af fimm (kannski aðeins of góður dómur, og þó). Hann hefði fengið fleiri stjörnur ef ég hefði komist í heimsókn til fjölskyldunnar en það bíður betri tíma. Ég breytti út af venjunni svona í þetta sinn og fékk mér hamborgara og franskar og fékk mér svo einn ískaldan léttöl þegar heim var komið. Annars hef ég í marga daga bara eldað eitthvað ódýrt heima eins og grjónagraut, kjötfarsbrauð með pasta, núðlur og slíkt og bíllinn hefur svo gott sem ekki hreyfst... og sjoppur eru algjört bann. Haddi yngri frændi minn gaf mér snilldar ráð til að hafa eitthvað virkilega gott að narta í fyrir lítið af peningum en það er ekki flóknara en að þú kaupir vínber... og setur þau í frysti!!! Þetta er algjört lostæti, að borða frosin vínber er eins og að vera með nammi uppi í sér og það er miklu hollara og ódýrara og svo skemmast vínberin ekki í frystinum. Prófið þetta, namm! Það var svo sannarlega ekki sumarlegt um að litast hérna á Sauðárkróki þennan fyrsta sumardag, en mér var svosem sama, svona er þetta venjulega á Íslandi og alvöru sumarið með hita og sól kemur á endanum, það er alveg öruggt. Ég klæddi mig vel upp, fór í ullarpeysu yfir aðra peysu og setti á mig húfu og vettlinga og skrapp í smá göngutúr og fannst bara hressandi að finna kuldann í andlitinu, þangað til það kom hálfgert haglél í andlitið á mér, það var svona full mikið af því góða. Þetta var svona millistig snjókorna og hagla, frekar sérstakt. Fyrir utan þetta rölt, sem endaði í heilum fimm kílómetrum þvers og kruss um bæinn þá hélt ég mig innandyra í hlýjunni og hafði það bara fínt þar restina af deginum. Ég óska ykkur gleðilegs sumars og vonandi áttuð þið góðan dag. Cool

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband