Vetur konungur neitar að fara

Þá er kominn maí og með þeim mánuði kviknar von um að nú fari veturinn að gefa eftir fyrir sumrinu. Enn sjást þó engin merki um það hér á Króknum að það sé að koma sumar, ef birtan er undanskilin. Það snjóaði í dag og var skítkalt úti og þó ég hafi yfirleitt lítið á móti vetrinum er ég alveg kominn með nóg í bili. Ég verð að þrauka í eina til tvær vikur í viðbót, þá hlýtur þetta að fara að koma. Ég get farið að gleðjast yfir öðru á meðan ég bíð, en það er það að ég er loksins að verða laus við mínusinn í fjármálunum. Á næstu 1-2 vikum verð ég hættur að nota yfirdráttarheimildina og þá get ég loks farið að safna, en það er betra að eiga einhverjar krónur ef ég ætla að reyna að skipta um bíl, sem er löngu orðið tímabært, eða ef ég verð heppinn og fæ vinnu á Ísafirði en kemst ekki strax í hentugt húsnæði, þá er betra að hafa úr einhverju að moða.

Ég hafði það gott á baráttudegi verkalýðsins og notaði frídaginn í afslöppun og eins í breytingar á herberginu mínu, svo það má segja að ég hafi skipt deginum í tvennt. Ég reisti gestarúmið við á langhliðinni til að stækka gólfplássið hjá mér, en þetta lítur samt snyrtilega út því ég tók lappirnar af og hef teppi yfir og rúmið mitt liggur upp við, þannig að það er komið með bak og virkar því eins og sófi líka. Svo ef ég fæ gest yfir nótt þá er minnsta mál að leggja aukarúmið niður á meðan á heimsókninni stendur.

Það er áhugaverð helgi framundan því vinnufélagi minn ætlar að plötusnúðast á veitingastað einum í miðbæ Króksins á laugardaginn, en staðurinn verður þá væntanlega í kráarbúningi á  meðan. Náungi þessi er frá Ástralíu en flutti hingað með íslenskri konu sinni og er víst flinkur trommari, en hann mun hvíla kjuðana í þetta sinn og spila í staðin sálar, funk og hip hop tónlist eða eins og hann orðar það sjálfur á fésbókarviðburðinum fyrir kvöldið: ,,Come listen to some decent tunes and drink."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband