Sumar, sumar :)

Loksins, loksins, það er komið eitthvað sem líkist sumarveðri. Það var sól, nokkuð hlýtt og næstum logn á Króknum í dag (17. semsagt) og það er spáð góðu veðri um helgina. Nú eru allir á faraldsfæti um hvítasunnuhelgina og sumir jafnvel að fara í fyrstu útilegu sumarsins, en ég fer nú ekki langt held ég því ég verð að standa mig í stykkinu fyrst ég komst upp fyrir núllið. Ég hefði alveg verið til í að skjótast til Reykjavíkur og horfa á Evróvisiónið með fjölskyldunni og kíkja svo í partí hjá vini mínum sem ég veit að verður haldið! En ég á erindi suður um næstu helgi, þá fer ég loks til tannsa á mánudeginum og fyllt verður í jaxlinn þar sem stykkið losnaði er ég aulaðist til að tyggja karamellu sem var í páskaegginu mínu um þar síðustu páska. Nú hef ég efni á viðgerðinni öfugt við þegar þetta gerðist, en þá var ég auðvitað enn í FB og fátækur námsmaður, ekki það að ég sé orðinn ríkur núna hehe. Ég ætti að halla mér aðeins núna, þetta gæti orðið spennandi útivistarhelgi hjá mér hér fyrir norðan því að þó ég fari ekki suður þá er ekkert sem segir að ég kíki ekki í einhvern nágrannabæinn til tilbreytingar. Mig hefur t.d. lengi langað að rúnta á Sigló og Ólafsfjörð. En svo gæti líka verið að ég skelli mér í fjallgöngu, enda loksins komið frábært gönguveður. Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband