22.6.2009 | 19:09
Gleeeði! :D
Ég er kominn inn! Ég fékk greisluseðil frá Fjölbraut í Breiðholti í pósti í dag og náði að skjótast í banka í einni vinnupásunni svo að núna er þetta orðin brakandi staðreynd og ég er bara að missa mig af gleði, þetta er svo spennó hehe :D
Ég sótti annars líka um í 3 öðrum skólum til vara: Fjölbraut í Ármúla, Flensborg í Hafnarfirði og Borgarholtsskóla og sótti meira að segja um á Hvanneyri þar að auki (en komst ekki inn) sem hefði verið dýrast fyrir mig en auðvitað lang mest spennandi því að ég verð nú bara að viðurkenna að ég er bara orðinn ansi hrifinn af sveitinni eftir þessi tvö ár sem ég hef verið hérna á Hólmavík og helst vil ég enda í sveitinni aftur einhvern tíman, bara vonandi sem fyrst.
En það var mjög gott að ég komst í FB frekar en hina þrjá skólana því það verður lang ódýrast fyrir mig (og ekki veitir af) því að ég mun geta gengið í skólann og gæti þess vegna lagt bílnum og notað hann eingöngu ef ég þarf að skreppa eitthvað sérlega langt og svo hef ég líka bara ágætis tilfinningu fyrir þessum skóla.
Fyrst var ég að velta því fyrir mér að fara í náttúrufræði, en ákvað eftir samtal við námsráðgjafa að það væri kannski betra fyrir mig að velja félagsfræðina því að hún inniheldur mun minni stærðfræði en fleytir mér í gegnum stúdentinn, sem skiptir mig miklu máli því að mig virkilega langar til að sanna fyrir sjálfum mér að ég hafi það í mér að klára loksins eitthvað í skóla. Semsagt, ég stefni á stúdentinn hvað svo sem ég mun á endanum finna að mig langi mest til að læra. Ég valdi líka málabraut til vara ef ég kemst ekki í félagsfræðina, það væri ekkert síðra því ég hef mikinn áhuga á tungumálum en samt held ég að það nám sé líklega erfiðara.
Í raun veit ég ekkert hvað ég er að fara út í, en ég veit að þetta var rétt ákvörðun því að það er orðið svo skelfilega langt síðan ég hætti í skóla (6 ár ef ég man rétt) að ef ég fer ekki að drattast í þetta núna þá fer ég líklega aldrei. En ég þurfti svo sannarlega að fá pásu á sínum tíma og vinna frekar í einhvern tíma. Ég var í engu ástandi til að læra í Iðnskólanum, ég átti við ýmis vandamál að stríða, var með mikinn skólaleiða, þunglyndur og langaði í raun ekki til að verða neitt sérstakt. Ég valdi eiginlega múrsmíðina bara til að velja eitthvað (sem væri búið sem fyrst og með lítilli stærðfræði)!!! Líf mitt er búið að gjörbreytast síðan þetta var og ég er lífsglaður og með metnað svo að ég er tilbúinn í þetta núna. Og svo hef ég líka náð að skrapa saman nokkrum krónum sem ættu að duga mér út veturinn, þó ég fái enga vinnu í vetur eða ákveði að sleppa því að vinna til að geta einbeitt mér alveg að náminu. Mér veitir kannski ekki af því svona fyrst um sinn, eftir allan þennan tíma frá námi. Vá, ég hlakka svo til! Skóóóli, hér kem ég! :D
Bloggar | Breytt 26.6.2009 kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 02:55
Fréttir!!!
Nýjustu fréttir!!! Haldið þið ekki að ég sé búinn að sækja um í nám í haust! Vá, ég trúi því ekki enn sjálfur! Ég er kannski að fara í skóla aftur...og það í fyrsta sinn í sex ár!!! Vááá hehe, gleeeði!!!!!! Jájá, ég veit, ég veit, ég er að missa mig af spenningi! Úff, ég þarf að slaka aðeins á... Eins gott að ég komist einhversstaðar inn segi ég bara, vonbrigðin yrðu svo þvílík ef ég kæmist ekki, vil ekki einusinni hugsa um það. Skyndiákvarðanir eru snilld og þessi er það svo sannarlega :D
Ég er annars kominn í viku frí og ætla að skreppa með fjölskyldunni í sumarbústaðarferð austur á Kirkjubæjarklaustur einhvern tíman eftir hádegi í dag, þannig að ef ég svara ykkur engu á netinu þá vitið þið ástæðuna. Sjáumst! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.5.2009 | 01:14
Skemmtileg helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2009 | 23:58
Páskaletin
Loksins, loksins fékk ég eitthvað frí. Þessir páskar voru hrein himnasending fyrir mig, svo algjörlega það sem mig vantaði núna því að ég var svo fullkomlega kominn með upp í kok af vinnu, sérstaklega af þessari endalausu helgarvinnu alltaf hreint. Ég er orðinn fínn í fætinum og er byrjaður að hreyfa mig aftur og það er líka eins gott, því að ég gjörsamlega missti mig í leti og ruslfæði og jafnvel sötri um páskana! Þessi naglaskratti sló mig alveg út af laginu því að það er svo erfitt að byrja aftur að hreyfa sig ef maður neyðist til að taka hlé út af einhverju svona. Þetta er í fyrsta sinn síðan 12. janúar sem ég hef sleppt því að fara út að hlaupa eða synda daglega og jú, það er ekki að spyrja að því, ég bætti á mig 3 kílóum á þessum 12 letilífs dögum.
Ég sat þó ekki alveg aðgerðarlaus því ég náði að koma bílnum í stand til að geta komið honum í gegnum skoðun (sem ég svo fékk, jibbí!!!), en það kostaði heilan helling af peningum, jafnvel þó að pabbi og ég skiptum sjálfir um varahlutina en ég varð að skipta um báða bremsuklossana og bremsudiskana að framan og báða demparana að framan líka, auk þess sem ég þurfti að láta gera við pústið. Heildarkostnaðurinn fór upp í einhvern hundrað þúsund kall en ég neyddist til dæmis til að kaupa demparana hjá rándýru umboðinu á tæpan 30 þúsund kall stykkið, svona til að nefna eitthvað verðdæmi. Hvað get ég sagt, kannski er mér bara farið að þykja vænt um þennan bíl? Það væri líka svo mikið 2007 að skipta um bíl hehe.
Ég flakkaði mikið um páskana og fór í heil tvö skipti í bæinn. En það hafði þó sínar ástæður. Í fyrra skiptið fór ég í bæinn til að vesenast þetta með bílinn og versla eitthvað og svona. Síðan elti ég fjölskylduna mína aftur til Hólmavíkur því að þau höfðu ákveðið að kíkja í heimsókn í sveitina, sem var alveg frábært. En svo fór ég aftur í bæinn í von um að ná að hitta á vini mína áður en fríið væri á enda og kannski jafnvel fara á djammið með þeim. Og jú, mér varð að ósk minni, svo þetta var alveg akstursins virði. En svo ég slúðri nú eitthvað um Hólmavíkurleiðangurinn hjá fjölskyldunni þá kíktum við meðal annars í heimsókn á Stakkanesið en þar fengum við að taka í snjósleðann hans frænda, og það var í fyrsta sinn á æfinni sem ég prófa slíka græju. Ég ætla ekkert að ljúga núna, mér fannst það bara geðveikt gaman og vá, þvílíkur kraftur í þessu, ég rétt prófaði að gefa alveg í botn og ég fékk sko bara fiðring í magann hehe! Ég fór nú samt frekar varlega á sleðanum en það er eins gott að fá ekki að prófa svona tæki mikið vegna þess að að ég má ekki við því að fá dýrar bakteríur núna! Ætla helst bara að halda mig við ódýr áhugamál á næstunni eins og t.d. að teikna eða eitthvað því að ég eyddi allt of miku um páskana, eiginlega bara kláraði peningana mína alveg. Það er eitthvað sem hefur ekki gerst í laaangan tíma. Það er frekar óþægileg tilfinning að eiga í fyrsta sinn síðan árið 2007 minna en hundrað þúsund kall. Tja, ég er þó skuldlaus og enn með vinnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 01:56
Suður á sunnudaginn :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2009 | 05:27
Sæl
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 00:23
Allt gott að frétta :D
Sælt veri fólkið, langt síðan síðast! Það er svosem ekki mikið að frétta, nema bara að ég er enn í átakinu mínu síðan 12. janúar þegar ég byrjaði að hreyfa mig á hverjum degi. Ég hef ekki sleppt úr einum degi í að skokka eða synda síðan þá og ég er eiginlega bara að vona að mér sé búið að takast að breyta mínum lífsstíl til frambúðar, því það er svo ofboðslega sjaldan sem að fólki tekst það. Kílóin fara hægt en stöðugt, tæp 4 kg. síðan skokkið byrjaði í janúar en rúm 8 kg. síðan í október þegar ég hætti í gosi og drykkju þannig að ég er kominn niðrí 85 kíló, sem er orðið ansi nálægt markmiðinu mínu, vantar bara fimm kíló uppá, sem er auðvitað æðislegt! Skemmtilegustu tölurnar eru samt hvað ég er búinn að skokka og synda langa leið þegar tölurnar eru teknar saman. En já, ég er semsagt núna búinn að skokka u.þ.b. 113 kílómetra og synda 13 kílómetra síðan ég byrjaði fyrir 39 dögum! Lengsti skokkhringurinn sem ég hef lagt í ennþá var 9,6 kílómetrar og tók það mig sléttan klukkutíma en ég legg ekki í mikið meira enn sem komið er, enda var ég gjörsamlega búinn í fótunum þegar heim var komið. Vonandi nenni ég að gera eitthvað sniðugt við þessa síðu um helgina, eins og að kannski bæta við myndum, skrifa meira eða eitthvað, en þangað til verður þetta að duga og ekkert múður!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.2.2009 | 00:19
Þokkaleg helgi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 19:01
Slapp við að drepa rebba
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 01:46
Skokk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar