17.1.2011 | 23:13
Þriðji skokkdagur og gengur vel
Jamm, ég held að þetta hafi tekist hjá mér, skokkið orðið rútína og ég búinn að finna þægilegustu leiðina. Það er ekkert að marka fyrsta skiptið, margir ætla sér stóra hluti og skella sér í ræktina eða út að skokka en svo kafnar allt í fæðingu. Fyrstu tvö skiptin mín fór ég niður í Elliðaárdalinn þar til ég var kominn að Ártúnsbrekkunni (semsagt skokka að endanum á hitaveitustokkinum þar sem hann fer yfir ána) og svo heim. Þetta er mjög falleg og fjölbreytt leið en gallinn við hana er að það eru svo margar brekkur á henni sem hentar ekki á meðan maður á eftir að byggja upp þolið. Það er reyndar hægt að ganga bara brekkurnar og skokka rest sem og ég gerði, en í dag fann ég út að með því að skokka tvo hringi í kringum Bakkana er ég búinn að fara sömu vegalengd og á Elliðaárdalsleiðinni (u.þ.b. 4 km samtals). Sú leið er laus við brekkurnar svo ég ætla að halda mig við hana fyrst um sinn. En því fer fjarri að ég skokki þá leið heldur í einni bunu, ég skiptist á að skokka og ganga, en á endanum á ég að geta tekið þetta án göngunnar. Best að sprengja sig ekki strax!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2011 | 22:25
Fyrsti skokkdagur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2011 | 00:48
Rútínan að byrja
Jæja, byrjar ballið aftur. Fyrsti skóladagur vorannar er að hefjast á morgun og ég er með frábæra stundaskrá svo ég er til í slaginn. Ég ætlaði mér of mikið síðast, en engu að síður er ég sáttur við síðustu önn. Ég náði enskunni, íslenskunni, dönskunni, sögunni og sálfræðinni með einkunnirnar 5-9 og er nú alveg búinn mð dönskuna (nían!) en ég féll því miður í lokastærðfræðiáfanganum mínum (stæ. 202) og í spæ.103. En fimm af sjö er engu að síður ágætt. Þessi önn verður rólegri svo ég ætti að geta náð öllu í þetta sinn. Ég geri nú aðra tilraun með spænskuna en ætla að bíða með stærðfræðina til næstu haustannar því að þá hef ég frekar möguleikann á að kaupa mér aðstoð frekar en að hætta á annað fall. Þar sem ég er búinn með dönskuna fækkar tungumálunum niðrí 3 sem er mun viðráðanlegra að eiga við í einu, vandamálið var nefninlega ekki að ég hefði ekki áhuga á spænskunni heldur fylgdi öllum þessum tungumálum allt of mikið heimanám til að ég réði við það í einu.
Ég setti mér ekkert eiginlegt áramótaheit í þetta sinn heldur bjó ég mér til nokkur markmið sem ég ætla að stefna að ákveðið. Eitt af þeim er að sofa nóg, fara nógu snemma að sofa til að vera alltaf útsofinn á morgnana og minnka þessa daglúra. Annað er að læra alltaf strax eftir skóla og eiga kvöldið fyrir mig. Þriðja er að hreyfa mig í lágmark hálftíma á dag með því að hjóla, skokka eða synda. Fjórða er að láta þessa blessuðu örfáu aura sem ég á duga fram á vor, vera ekki að lenda í vandræðum eins og síðast en ég stend nú þegar mun betur en á sama tíma í fyrra svo ég er bjartsýnn með þetta. Svo ætla ég auðvitað að ná öllum prófunum núna, ekki bara sumum. Að lokum væri æðislegt ef ég gæti vanið mig á að teikna eins og eina teikningu eða fleiri á viku því að það er alveg glatað að hafa þennan hæfileika en rækta hann ekki neitt. Jæja, ég held að það sé ágætt að enda færsluna á að óska öllum gleðilegs nýs árs og ég þakka fyrir það gamla. Svo skipa ég ykkur að njóta hvers dags, lifa í núinu og gleyma neikvæðu hlutunum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2010 | 16:55
Lokapróf haustannar!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 20:59
Nýtt skólaár hafið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2010 | 22:03
Prófatíminn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.3.2010 | 03:25
Páskar og hjólamennska
Það er eiginlega fyndið að hlakka svona til páskanna þegar maður ætlar ekki einusinni í ferðalag eða að gera neitt sérstakt í fríinu. En málið er að þegar maður er í skóla eins og er tilfellið með mig núna, þá er fríið svo gullið tækifæri fyrir mig til að undirbúa mig fyrir prófin svo ég geti síðan bara verið rólegur og áhyggjulaus í prófunum sjálfum sem verða ekki svo löngu eftir páska. Semsagt, ég ætla bara að slappa af heima og fara yfir námsefnið og jú líka stunda heimsóknir og ekki síst, hjóla á fullu.
Það greip mig algjört hjólaæði eftir jól þegar ég ákvað að fara að spara peninga og taka fram hjólið mitt góða og skella undir það nagladekkjum. Ég smurði það líka og styllti og keypti á það blikkljós að framan og aftan sem fara sjálfvirkt í gang þegar ég hjóla af stað og hætta einnig sjálfvirkt að blikka svona 2 mínútum eftir að ég stöðva hjólið, þau eru líka með skær díóðuljós sem eru nánast eilíf svo ég þarf aldrei að skipta um peru og ég þarf ekki einusinni að skipta um rafhlöður því að ljósin nota segla til að hlaða sig á meðan ég hjóla. Þægindin í kringum þessi ljós gætu semsagt ekki verið meiri, og þessi ljós fást í Íslensku fjallahjólabúðinni (GÁP) ef einhver er áhugasamur! Nagladekkin hafa einnig gefist mjög vel og ég hef getað hjólað í alveg glærahálku af öryggi í þau fáu skipti sem það hefur komið einhver hálka í vetur.
Fatnað þurfti ég ekki að kaupa mér því ég hef átt lengi ágætis vind og regnheldan jakka og buxur og Elsa Rut prjónaði á mig þessa fínu húfu líka. Annars er betra að vera frekar minna klæddur en meira, en hanska nota ég alltaf, sama hvernig viðrar því vindkælingin á puttana getur orðið svakaleg. Að sjálfsögðu gat ég ekki sleppt því að kaupa líka mæli á hjólið fyrst ég var farinn af stað í þetta allt en mælirinn hefur hvatt mig mikið áfram í hjólamennskunni því að ef maður sér kílómetrana tikka inn þá á maður oft erfitt með að fara ekki að keppa við sjálfan sig. Til sönnunar á því þá hef ég núna hjólað samtals 563 kílómetra síðan ég tók hjólið í notkun í janúar!
Mest hef ég hjólað um 50 km. á einum degi en oftast hafa löngu hjólatúrarnir mínir verið í kringum 30 km. Ég er farinn að fara flestra minna ferða á hjólinu, ég hjóla í skólann (bara 1,6 km. leið), út í búð (ef ég er að versla eitthvað smálegt), í bankann, lyfjabúð, í heimsóknir og svo framvegis. Bara síðan í janúar er ég búinn að spara mér 9.000 krónur með því að velja oftar hjólið en bílinn.
Og brekkurnar? Finn ekki fyrir þeim, ég fer í lægsta gírinn og svo sný ég pedölunum bara hægt og rólega upp brekkurnar og maður er kominn á jafnsléttu aftur áður en maður veit af. Maður á ekki að hamast upp brekkurnar, annars hættir maður að nenna þessu. Það er miklu skemmtilegra að hamast þegar komið er á jafnsléttu eða maður er að fara niður á við! Þá er minnsta mál að halda allt að 30 kílómetra hraða á jafnsléttunni án mikillar fyrirhafnar og enn meiri hraða á niðurleið, allt að 50-60. Metið mitt er reyndar 70 (ohh, það var æðislegt og mér fannst hraðinn miklu meiri!!) en á slíkum hraða á reiðhjóli er líka eins gott að vera vakandi fyrir umhverfinu svo að ekki hljótist slys af! En neinei, þetta eru auðvitað bara öfgarnar, meðalhraðinn er oftast mun lægri en þó tekur enga stund að skjótast á milli á fjallahjólinu. Mæli með þessu, það er æðislega hressandi, vetur sem sumar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 09:11
Nýtt ár!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 00:28
Smölun :)
Jæja, þá er loksins komið að því, ég er að fara norður á Hólmavík, í fyrsta sinn síðan 7. ágúst (átti leið þar um þegar ég var að keyra frá Flókalundi til Dalvíkur, löng saga!). Þetta er hræðilegt, enda er ég kominn með heimþrá á háu stigi. Mér mun alltaf finnast að ég eigi líka heima á Hólmavík eftir þessi tvö ár sem ég bjó þar. Reyndar hef ég búið mun lengur þar, því ef allt er tekið saman hef ég átt heima þarna í u.þ.b. 5 ár eða 1/5 æfinnar, því ég bjó þarna sem smápolli líka, hér og þar um bæinn (í Höfðagötunni, Lækjartúninu og Brunnagötunni). Allavega, ég er að fara í smölun og réttir um helgina og þá get ég líka notað tækifærið og sótt vonandi restina af dótinu mínu sem er ennþá í gamla herberginu mínu í Brunnagötunni, svo ekki sé talað um nagladekkin, má ekki gleyma þeim! Mér gengur ágætlega í skólanum og mér líður vel í honum, en það verður gott fyrir mig að komast núna í annað umhverfi um helgina því að síðan skólinn byrjaði hefur eiginlega allur minn vökutími snúist um hann, líka um helgar því maður er alltaf eitthvað að stússast í blessuðu heimanáminu. En meira seinna, skrifa örugglega góða færslu hingað fljótlega, um sumarið og öll ferðalögin, næst þegar ég er í stuði :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 04:39
Júlíbloggfærslan :P
Alveg magnað, þetta sumar hættir ekki að koma á óvart :)
Það hefur sjaldan eins margt gerst hjá mér á einu sumri og núna, og það á sama tíma og ég er ekkert að skrifa hérna! En þið verðið að sætta ykkur við það, ég hef bara haft um allt of mikið að hugsa og gera til að hafa haft tíma í eitthvað svona. En hér kemur þó það helsta sem er að frétta af mér.
Síðasta vinnudeginum mínum hjá Hólmadrangi lauk núna á sunnudaginn, og lýkur þar með tveggja ára starfsferli mínum þar, en ég er líka að fara af vinnumarkaðnum núna í fyrsta sinn í 6 ár. Og ég sem ætlaði bara að taka mér árs frí eða svo frá skóla! Vúps, eitthvað teygðist úr þessu ári, en jæja, ég er allavega að bæta úr þessu núna :)
Að sjálfsögðu hélt ég upp á þessi tímamót að vera hættur með nokkrum öllurum um kvöldið, en svo tók það strax við daginn eftir að pakka niður og byrja að flytja mína fátæklegu búslóð suður, en ég er semsagt nýfluttur núna til Reykjavíkur bara síðan á mánudaginn. Ég og fleiri erum búnir að flytja nokkra bílfarma af draslinu mínu suður, en ég á samt eina ferð eftir til að sækja restina, en svo verður nú líka smölun í haust og svona, þannig að ég fer nú aldrei alveg í burtu! Ég þakka Hafþóri kærlega fyrir herbergið á Hólmavík, það var alveg frábært að búa þarna og ég á eftir að sakna þessa litla en huggulega herbergis, og bara íbúðarinnar í heild...já og auðvitað Hólmavíkur...og fólksins! :)
Nú get ég varla beðið. Ég er að fara á Þjóðhátíð í Eyjum með kærustunni (já ég er kominn í samband ef einhver ekki veit) og ég er ekkert smá spenntur, enda er þetta mín fyrsta ferð til Eyja! Kærastan fór með Herjólfi núna í nótt en ég fer með flugi í dag því ég var svo seinn að ákveða að skella mér að það var allt orðið uppselt með Herjólfi og ég var ekki nógu duglegur að redda mér miðum. En ef ég hefði verið fyrr á ferðinni hefði ég frekar kosið Herjólf, aðallega bara uppá stemninguna að gera :) Ég er búinn að frétta það að það verður fullt af fólki þarna sem ég þekki og svo segja allir að Þjóðhátíð sé eina vitið í ár þannig að það er eins gott að ég ákvað að skella mér! Þetta er allt saman mjög spennó :D
En þetta verður að duga í bili. Meira í ágúst, vonandi :P
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar