¿Cómo estás hoy?

Eða: hvað segirðu gott? ;)

Ég var að koma úr munnlegu prófi annarinnar í spænsku hundrað og þremur og ég held að mér hafi bara gengið ágætlega. Allavega gat ég svarað meirihluta spurninganna og lesturinn var ekkert allt of slæmur en því miður gleymir maður alveg ótrúlega oft að bera ákveðna stafi öðruvísi fram en gert er í íslenskunni eða hvaða öðru máli sem er yfirleitt. Spænskan er örlítið sér á báti með sín tvöföldu ell sem þýða samt joð og sín hljóðlausu há eða joð sem gefa frá sér allt annars konar hljóð en joð hljóð o.s.frv! En allavega, skólinn sleppur enn fyrir horn hjá mér og ég er enn ekki búinn að klúðra neinu alvarlega þó stundum hafi mátt litlu muna! Lærdómsgenið í mér hlýtur að hrökkva í gang fyrr eða síðar eða allavega fyrir útskrift. Ég veit að það býr meira í mér en þetta og að ég get verið meira en bara tossi sem rétt nær öllum prófum. Ég náði öllu með þvílíkum glæsibrag á mínum fyrstu önnum en svo fór því miður að halla undan fæti og nokkur föll eru staðreynd. En ég ætla að klára, engar áhyggjur, ég gef ekkert eftir til að það takist. Spænskan gengur nú þegar mun betur en í klúðrinu í fyrra og ég er enn sem komið er fyrir ofan fimmurnar í kaflaprófunum. En ég vil gera betur. Ég hef mikinn áhuga á að verða mælskur á mínu þriðja tungumáli og spænskan er bæði spennandi og nokkuð falleg auk þess að vera mjög gagnlegt tungumál því hún er annað eða þriðja stærsta mál heimsins. Pælið bara í heiminum sem opnast fyrir manni til dæmis á internetinu þegar maður er búinn að ná tökum á þessu og hvað það verður skemmtilegt að fara til Spánar næst. Þá verð ég kominn með ríka ástæðu til að kíkja þangað til að æfa mig, en ég gæti líka allt eins heimsótt flest öll löndin í Ameríku í sömu erindagjörðum, sérstaklega þó suðrið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband