Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013
27.2.2013 | 21:20
Margt að ,,ske"
Þetta er búin að vera skrautleg vika hjá mér en samt er hún ekki nema rúmlega hálfnuð. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Óskarsverðlaunahátíðinni og reynt að sjá hana sem oftast, en það er oft þrautin þyngri því að þau þurfa endilega að hafa hana á sunnudagskvöldi í stað laugardagskvölds. Það að hátíðin sé haldin á sunnudagskvöldi þýðir það að í mörgum löndum austan við Bandaríkin er klukkan einfaldlega orðin allt of margt ef fólk á að geta sofið eitthvað áður en það mætir til vinnu daginn eftir. Ísland, sem er vestasta Evrópulandið er í raun í bestu stöðunni innan álfunnar hvað þetta varðar, en í löndum á borð við Indland þá er nú bara næsti vinnudagur hafinn á meðan á hátíðinni stendur. En ef Óskarinn væri hafður á laugardegi gætu allir jarðarbúar sem eru í helgarfríi horft á hátíðina. En nú er þetta orðin örlítil lengri langloka en ég hafði ætlað mér.
Það sem ég ætlaði að segja er að til að geta horft á Óskarinn án þess að vera eins og liðið lík af þreytu í vinnunni þá ákvað ég að prófa hreinlega að sofa ekkert um laugardagsnóttina, ekki fyrr en í fyrsta lagi klukkan 7 að morgni sunnudags, og sofa svo mest allan daginn. Það gerði ég og ég vaknaði ekki fyrr en að nálgast fjögur eftir hádegi en þá varð ég nú að vakna til að hlusta á þáttinn ,,Og svaraðu nú'' á Bylgjunni með Hemma Gunn, því að mamma var í þættinum í þetta skiptið (og stóð sig bara vel í spurningunum), ég hefði ekki viljað missa af því!! En svo ég haldi áfram; síðan hófst útsendingin frá Óskarnum á miðnætti að íslenskum tíma og ég horfði á hann allt til enda þegar klukkan var orðin svona fimm um morguninn! Það þýddi að ef ég vildi leggja mig hafði ég bara rúman klukkutíma til þess, en þetta átti að vera í fínu lagi því ég hafði jú sofið allan sunnudaginn til undirbúnings. En mjög fljótlega í vinnunni var ég orðinn dauð, dauðþreyttur og var gjörsamlega að leka niður í lok dags, þannig að þetta hafði af einhverjum ástæðum mistekist hjá mér. Líklega svaf ég ekki nógu lengi út, nema þá að líkamsklukkan mín vilji bara ekki leyfa mér svona hringl!
Á þriðjudaginn rölti ég þvert yfir bæinn til að komast í iðnaðarhverfið í þeim endanum, í þeim erindagjörðum að gera aðra tilraun með að fá eitthvað bílaverkstæðið til að skipta um bensínleiðsluna á Applausinum. Ég hitti Nonna nokkurn sem tók að sér verkið og var til í að sjá um að draga bílinn frá staðnum þar sem ég hafði þurft að skilja bílinn eftir við hliðina á fyrra verkstæðinu, yfir á sitt verkstæði! Í stuttu máli ætti bíllinn að vera tilbúinn á morgun, föstudag, og þá er ég loksins kominn á bíl eftir tæplega þriggja vikna bílleysi. Ég er staðráðinn í að komast til Reykjavíkur í þetta skiptið, það skal takast, ef ekki á mínum bíl, þá bara hreinlega með næstu rútu.
Ég gerði góðan ,,díl'' í vinnunni í dag. Ég keypti eina öskju af ýsu nánast beint úr skipinu á góðu verði, en þó að Fiskiðjan (Fisk Seafood ehf.) sé ekki með landvinnslu á ýsu þá er hún veidd af skipum vinnslunnar en verkuð um borð og fryst í 9 kílóa öskjum, roð og beinlaus. Ég er með vatn í munninum að komast í að elda mér nokkur flök, en ég ætla klárlega að raspsteikja hana og borða með soðnum kartöflum og kokteilsósu, namm! En heil askja er full mikið fyrir mig ef ég vil hafa pláss fyrir eitthvað annað líka í frystihólfinu mínu svo ég ætla að láta fjölskylduna fá ,,smá" í soðið.
Svakalega get ég blaðrað mikið nú orðið, þetta er gott í bili, meira seinna
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2013 | 23:20
Heppinn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2013 | 17:07
Alveg glatað
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2013 | 22:34
Hitt og þetta
Mmm, jæja, þá voru kjötbollur með brúnni sósu í matinn..........úr dós Eeen ég sauð kartöflurnar samt sjálfur af stökustu snilld Rosalega gott skal ég segja ykkur, Ora er málið! Ég var mjög heppinn í dag. Ég hafði týnt úrinu mínu fyrir nokkrum dögum og var búinn að eyða löngum tíma í að leita að því án árangurs, svo ég var farinn að hugsa ,,alveg dæmigert að týna úrinu mínu loksins þegar ég er farinn að eiga peninga" en sams konar úr kostaði um 7-8.000 krónur fyrir nokkrum árum. En viti menn, rek ég ekki augun í það hangandi uppi á vegg á áberandi stað í vinnunni. Það hafði greinilega einhver vinnufélagi minn fundið það fyrir mig, lán í óláni! Vinnudagurinn var fjölbreyttur í dag. Ég hóf daginn á að pakka þurrkuðum skreið, svo var ég að spyrða saman (í tveggja-kippur) smáþorska sem síðan eru hengdir upp úti í hjöllum til þerris... sem var einmitt það sem ég gerði næst, í þessu fína veðri. Dagurinn endaði svo á að ég vann við að seila saman nokkrar kippur af þorskhausum sem fara sömuleiðis út í þurrkun á morgun (en þá eru um 16-18 hausar í hverri kippu). Ég veit ekki hvað skal meira segja. Ég er að spá í að fara að vinna í að koma bílnum í viðgerð núna eftir útborgun á morgun, það verður fínt að eiga á ný möguleikann á að skreppa eitthvað út fyrir Krókinn, en það góða sem kom út úr biluninni er það að ég er alveg hættur að keyra innanbæjar, geng þetta bara allt saman sem er alveg gerlegt, þó það sé skrambi lang út í Skagfirðingabúð eða í Hlíðarkaup. Ég fór í bíó í gær á myndina ,,Django Unchained" með leikstjóranum Quentin Tarantino og mikið svakalega er þetta góð mynd!!! Það verða allir að fara á hana (sem þola myndir bannaðar börnum), allir! Ég ætlaði fyrst ekki á myndina en vinir mínir í vinnunni voru allir slefandi yfir henni eftir að hafa farið á hana svo ég sló til. Besta bíómynd sem ég hef séð í nokkur ár, hasar vestri! Ég segi ekki meira, sjón er sögu ríkari...og heyrn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2013 | 22:48
Súrt og girnilegt...ehemm...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2013 | 04:40
Tortillur og hangs
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2013 | 23:15
Króksbíóferðir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2013 | 23:50
Ferðalag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2013 | 20:32
Loksins fiskur í matinn hjá mér síðan ég flutti
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2013 | 23:20
Smá skrepp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1048
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar