Ferðalag

Þá er enn ein helgin að baki. Ég skrapp til Hólmavíkur á föstudaginn, en ég ákvað að skella mér því að vinur minn úr vinnunni, sem er frá Ísafirði og langaði að komast þangað, splæsti hluta af bensíninu og kom með mér til Hólmavíkur, en hann var svo tekinn uppí á Reykjanesinu (ég fór semsagt aðeins lengra en á Hvk!) af félaga hans og þeir héldu áfram til Ísafjarðar. Þannig komst ég norður þó ég hafi í raun ekki haft efni á því eins og er. Ég fékk gistingu á Stakkanesinu og hitti nokkra ættingja og vini. Veðrið var gott svo ég var mikið úti við og skrapp t.d. í sund (bæði á Hólmavík og svo notaði ég tækifærið og dýfði mér líka ofan í Reykjaneslaugina fyrst ég var nú að skutlast þangað, sem gerist næstum aldrei). Ég lenti hins vegar í vandræðum á bakaleiðinni því að bensínleiðslan undir bílnum fór að leka svo ég varð að eyða síðustu aurunum mínum í að setja auka bensín á bílinn svo ég yrði ekki mögulega stopp áður en ég kæmist til baka á Krókinn, bölvað vesen! Ég er semsagt búinn að taka bílinn úr notkun í bili þar til ég hef efni á að láta laga þetta fyrir mig, en ég get auðvitað ekki fengið hjálp frá pabba hér á Króknum svo það er líklegt að ég verði að splæsa á verkstæði því ég er ekki viss um að ég treysti mér í að fikta í þessu sjálfur. Bílaviðgerðir eru alls ekki mín sterka hlið þó ég sé kominn með ágætis akstursreynslu við allar mögulegar aðstæður. Ég varð líka að aftengja rafgeyminn fyrst ég er hættur að keyra í bili því að einhvers staðar afhleður bíllinn sig líka. Vonandi styttist í að ég fari loksins að hafa eitthvað á milli handanna en ég er orðinn dauðþreyttur á þessu fjármálaástandi hjá mér sem hefur staðið yfir mun lengur en ég bjóst við, en ég hef varla fengið neina yfirvinnu af viti síðan ég byrjaði hjá Fiskiðjunni svo launin eru í algjöru lágmarki. En til að enda þessi skrif skemmtilega þá tróð ég í mig bollum í dag í tilefni bolludagsins, en ég var svo heppinn að það var fullt af matargikkjum sem litu ekki við bollunum sínum sem allir fengu með kaffinu í dag svo það þýddi auðvitað bara að það var meira eftir fyrir okkur hin!! :D

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 792

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband