Bloggfærslur mánaðarins, desember 2013
25.12.2013 | 02:28
Jólin
Dvöl mín hér í Reykjavík hefur verið yndisleg og ég hef notið þess að vera í faðmi fjölskyldunnar. Ég datt niður á nokkrar góðar gjafir til að gefa fjölskyldunni á flakki mínu um verslanir, og fékk einnig sjálfur margar flottar í kvöld, sem eiga bæði eftir að nýtast mér og skemmta. Ég mælti mér mót við gamlan vin í Kringlunni sem býr úti á landi og hitti líka fleira fólk sem ég þekki, svo það var ekki leiðinlegt að eltast við gjafirnar þessi jólin. Maturinn var vægast sagt frábær núna á aðfangadag, eins og flest jól og Gréta frænka var með okkur núna svo við vorum sjö saman í kvöld. Bróðir minn hann Elvar slapp með skrekkinn en það kviknaði í hárinu hans út frá kerti! Sem betur fer var það þó bara einn lokkur sem brann, því hann var fljótur að uppgötva hvað var að gerast! Jólin geta verið skrautleg stundum. Ég læt þessi orð duga að sinni og óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2013 | 20:30
Tilhlökkun
Nú styttist óðfluga í að ég sameinist fjölskyldunni á ný í tvær æðislegar vikur (ég veit þær verða það!). Bara fjórir vinnudagar enn og þá get ég lagt í hann, yndislegt! Það er líklegt að ég muni koma aðeins við á Hólmavík, kannski í einn dag til að hitta ömmu og afa og vini og ættingja þar. Það er líka fínt að taka þennan langa akstur í tvem pörtum. Annars er það af mér að frétta að ég fór á þrælskemmtilegt og bragðgott jólahlaðborð á laugardaginn með vinnufélögunum úr Íslandssögu og fleirum. Eftir matinn var vel heppnað ball og mikið dansað og skrallað með góðu fólki. Maður að nafni Stefán var annar af tvemur sem spiluðu og sungu fyrir okkur en hann þekki ég ágætlega því hann vann við að keyra ruslabílinn á Ströndum þegar ég bjó þar, en er nú fluttur á Ísafjörð. Ég hef ekki orku til að skrifa meira í þetta sinn þó klukkan sé ekki margt því ég virðist vera búinn að næla mér í hálsbólgu í fyrsta sinn í langan langan tíma, en ég þakka lýsinu og C-vítamíninu hve vel mér hefur tekist að losna undan hálsbólgunum sem hrjáðu mig minnst þrisvar sinnum á ári áður en ég fór að vera duglegur að taka þessi efni. Það vantar bara upp á hreyfinguna hjá mér, þá væri ég komin í góð mál. En, nú leggst ég í rúmið og vona að ég verði orðinn ferskur á föstudaginn. Ég hlakka til að sjá ykkur öll, hafið það sem allra best vinir mínir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.12.2013 | 10:47
Steinrotaðist
Lífið er skondið. Ég kom heim þreyttur eftir vinnu og ákvað að skella mér til Ísafjarðar og gera vel við mig á föstudagskvöldi. Fékk mér að borða á Thai Koon og svo ís á eftir í Hamraborginni og brunaði svo til baka. Miðstöðin var í botni hjá mér í þessum 12 stiga gaddi svo mér var hlýtt í bílnum, en í staðinn þurrkaði hún í mér augun og augnþurrkurinn hélt áfram eftir að ég var kominn heim. Ég hafði týnt augndropunum mínum svo ég ákvað að hlusta á þátt á Rás 2 í gegnum netið á meðan ég væri að jafna mig. Ég lagðist því upp í rúm með lokuð augun. Eftir það ætlaði ég að sjálfsögðu að rísa á fætur og gera eitthvað meira, enda klukkan ekki nema rúmlega níu. Það gerði ég líka en þá var kominn næsti dagur, dagurinn í dag! Þessi útvarpsþáttur steinrotaði mig greinilega svo ég svaf værum og löngum svefni til klukkan átta í morgun!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.12.2013 | 21:49
Ísóskrall
Nú gerðist það! Ég fór á djammið á Ísafirði um helgina, það fyrsta síðan ég flutti vestur í ágúst. Vinur minn var í stuði og vildi kíkja yfir á Ísafjörð á laugardaginn. Ég lét tilleiðast svo það voru opnaðir öllarar og kíkt í Edinborgarhúsið, sem er einn aðal staðurinn á svæðinu. Þar spiluðum við púl til að byrja með sem er mitt uppáhald, ekki síst þetta kvöld þar sem ég vann loksins leik fj****** hafi það! Þarna var einnig píluslagur í gangi svo það var hollara að vera ekki of nálægt, en engar áhyggjur þó, fólk var að reyna að hitta píluspjaldið, ekki hvort annað! Þarna var meira að segja fótboltaspil svo það leiddist engum. En er leið á kvöldið voru nú flestir komnir á dansgólfið eins og vera ber. Það hefur reyndar oft verið fjölmennara hér, er mér sagt, en jólahlaðborðatíminn er hafinn sem hafði sín áhrif svo að ansi margir voru á einu slíku þetta kvöld.
Sunnudagurinn var ekki svona skemmtilegur get ég sagt ykkur, bjórunum var líklega einum ofaukið, en ég slapp þó furðulegt nokk til baka til Suðureyrar fölur í framan og án... svo ég fari fínt í þetta, uppsala ! Eftir sveittan hádegis-þynnkuborgara hresstist ég smá, en kom þó engu í verk það sem eftir lifði helgi. Úff, ég verð að segja það að rjúkandi kaffibolli eða ískalt kók er bara alveg nóg fyrir mig... EN jæja, þetta var gaman! Skemmtilegt skrallið dró þó töluvert úr framkvæmdagleðinni hjá mér svo ég ákvað að fresta öllum tiltektum til næstu helgar, framtíðar mér til mikillar gleði.
Sunnudagurinn var ekki svona skemmtilegur get ég sagt ykkur, bjórunum var líklega einum ofaukið, en ég slapp þó furðulegt nokk til baka til Suðureyrar fölur í framan og án... svo ég fari fínt í þetta, uppsala ! Eftir sveittan hádegis-þynnkuborgara hresstist ég smá, en kom þó engu í verk það sem eftir lifði helgi. Úff, ég verð að segja það að rjúkandi kaffibolli eða ískalt kók er bara alveg nóg fyrir mig... EN jæja, þetta var gaman! Skemmtilegt skrallið dró þó töluvert úr framkvæmdagleðinni hjá mér svo ég ákvað að fresta öllum tiltektum til næstu helgar, framtíðar mér til mikillar gleði.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar