Jólin

Dvöl mín hér í Reykjavík hefur verið yndisleg og ég hef notið þess að vera í faðmi fjölskyldunnar. Ég datt niður á nokkrar góðar gjafir til að gefa fjölskyldunni á flakki mínu um verslanir, og fékk einnig sjálfur margar flottar í kvöld, sem eiga bæði eftir að nýtast mér og skemmta. Ég mælti mér mót við gamlan vin í Kringlunni sem býr úti á landi og hitti líka fleira fólk sem ég þekki, svo það var ekki leiðinlegt að eltast við gjafirnar þessi jólin. Maturinn var vægast sagt frábær núna á aðfangadag, eins og flest jól og Gréta frænka var með okkur núna svo við vorum sjö saman í kvöld. Bróðir minn hann Elvar slapp með skrekkinn en það kviknaði í hárinu hans út frá kerti! Sem betur fer var það þó bara einn lokkur sem brann, því hann var fljótur að uppgötva hvað var að gerast! Jólin geta verið skrautleg stundum. Ég læt þessi orð duga að sinni og óska öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband