Tilhlökkun

Nú styttist óðfluga í að ég sameinist fjölskyldunni á ný í tvær æðislegar vikur (ég veit þær verða það!). Bara fjórir vinnudagar enn og þá get ég lagt í hann, yndislegt! Það er líklegt að ég muni koma aðeins við á Hólmavík, kannski í einn dag til að hitta ömmu og afa og vini og ættingja þar. Það er líka fínt að taka þennan langa akstur í tvem pörtum. Annars er það af mér að frétta að ég fór á þrælskemmtilegt og bragðgott jólahlaðborð á laugardaginn með vinnufélögunum úr Íslandssögu og fleirum. Eftir matinn var vel heppnað ball og mikið dansað og skrallað með góðu fólki. Maður að nafni Stefán var annar af tvemur sem spiluðu og sungu fyrir okkur en hann þekki ég ágætlega því hann vann við að keyra ruslabílinn á Ströndum þegar ég bjó þar, en er nú fluttur á Ísafjörð. Ég hef ekki orku til að skrifa meira í þetta sinn þó klukkan sé ekki margt því ég virðist vera búinn að næla mér í hálsbólgu í fyrsta sinn í langan langan tíma, en ég þakka lýsinu og C-vítamíninu hve vel mér hefur tekist að losna undan hálsbólgunum sem hrjáðu mig minnst þrisvar sinnum á ári áður en ég fór að vera duglegur að taka þessi efni. Það vantar bara upp á hreyfinguna hjá mér, þá væri ég komin í góð mál. En, nú leggst ég í rúmið og vona að ég verði orðinn ferskur á föstudaginn. Ég hlakka til að sjá ykkur öll, hafið það sem allra best vinir mínir. Smile

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband