Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
20.1.2012 | 23:00
Sniðug síða fyrir landafræðinörda og ferðafólk
Þessi síða getur gert alls konar sniðuga landafræðiútreikninga fyrir okkur, meðal annars getur hún fundið út þungamiðju búsetu manns sem er þá sá punktur sem er á milli allra staða sem maður hefur búið á. Einnig, sem er klannski sniðugra, sérstaklega fyrir fólk sem býr fjarri hvort öðru og vill hittast mitt í miðjunni, þá er þarna að finna forrit sem reiknar út nákvæma miðjuna á milli tveggja einstaklinga, bæði ef farið er eftir vegi og í loftlínu. Þannig prófaði ég til dæmis að finna út hvar Hólmvíkingur og Reykvíkingur ættu að hittast ef báðir aðilar ætluðu bara að fara hálfa leið að heimabæ hins. Niðurstaðan varð sú að maður er nákvæmlega hálfnaður í miðri Bröttubrekkunni! En ég er samt aðallega að nördast þetta vegna almennra leiðinda og ætla nú að fara að skella mér í bælið. En hér kemur síða þessi: Geographic Midpoint Calculator
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2012 | 00:52
Orðinn fjarsýnn
Þá er ég orðinn gleraugnaglámur frá og með gærdeginum, það er að segja þegar ég les. Það er þó enginn skaði skeður því ég lít bara ágætlega út með gleraugun á nefinu! Það mun þó örugglega taka sinn tíma að venjast þessu og verður skrítið að láta allt í einu sjá sig með gleraugu á nefinu til dæmis í skólanum og á fleiri stöðum. Ég greindist semsagt með +0,75 á hægra auga og +1,25 á því vinstra. Aðdragandinn var sá að ég var lengi búinn að átta mig á að ég væri farinn að sjá óskýrt stundum þegar ég læsi eða væri við tölvuna, en lét það ekki trufla mig og vandist því einfaldlega. En það sem á endanum rak mig til augnlæknis var það að fyrir tæpum tveimur mánuðum fór ég öðru hverju að fá ægilega verki í augun, sérstaklega á kvöldin eða eftir lestur. Ég náði samt ekki samhenginu en hafði vitanlega áhyggjur af verkjunum og hélt kannski að það væri eitthvað alvarlegt að svo ég ákvað að panta tíma hjá augnlækni. Þar fékk ég fyrrgreinda sjóngreiningu og fékk líka þann fróðleik að verkirnir stöfuðu einfaldlega af því að þegar vöðvarnir sem stilla skerpuna í augunum eru búnir að reyna á sig lengi þá endar hreinlega með að maður fær harðsperrur í þá! En lesgleraugu hjálpa til á þann hátt að auk þess að laga skerpuna að þá þurfa þessir vöðvar ekki lengur að reyna svona á sig og verkirnir hverfa. Ég er allavega feginn að vita nú hvað er að og ég er nú þegar búinn að kaupa mér „+1 bensínstöðvargleraugu” sem ég ætla að nota þar til ég hef efni á sérhönnuðum, en þau eru allt að 20-30 sinnum dýrari sem er meira en ég ræð við næstu mánuði sem fátækur námsmaður! En jæja, þetta er nóg blaður í bili um sama hlutinn, lifið heil :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2012 | 05:47
Venus
[Þessu hér] verð ég að muna eftir í sumar! Annað tækifæri mun mér ekki gefast á minni ævi, þótt ég slægi heimsmet í háum aldri þá dygði það ekki til að ég væri enn á lífi í næsta skiptið!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar