Orðinn fjarsýnn

Þá er ég orðinn gleraugnaglámur frá og með gærdeginum, það er að segja þegar ég les. Það er þó enginn skaði skeður því ég lít bara ágætlega út með gleraugun á nefinu! Það mun þó örugglega taka sinn tíma að venjast þessu og verður skrítið að láta allt í einu sjá sig með gleraugu á nefinu til dæmis í skólanum og á fleiri stöðum. Ég greindist semsagt með +0,75 á hægra auga og +1,25 á því vinstra. Aðdragandinn var sá að ég var lengi búinn að átta mig á að ég væri farinn að sjá óskýrt stundum þegar ég læsi eða væri við tölvuna, en lét það ekki trufla mig og vandist því einfaldlega. En það sem á endanum rak mig til augnlæknis var það að fyrir tæpum tveimur mánuðum fór ég öðru hverju að fá ægilega verki í augun, sérstaklega á kvöldin eða eftir lestur. Ég náði samt ekki samhenginu en hafði vitanlega áhyggjur af verkjunum og hélt kannski að það væri eitthvað alvarlegt að svo ég ákvað að panta tíma hjá augnlækni. Þar fékk ég fyrrgreinda sjóngreiningu og fékk líka þann fróðleik að verkirnir stöfuðu einfaldlega af því að þegar vöðvarnir sem stilla skerpuna í augunum eru búnir að reyna á sig lengi þá endar hreinlega með að maður fær harðsperrur í þá! En lesgleraugu hjálpa til á þann hátt að auk þess að laga skerpuna að þá þurfa þessir vöðvar ekki lengur að reyna svona á sig og verkirnir hverfa. Ég er allavega feginn að vita nú hvað er að og ég er nú þegar búinn að kaupa mér „+1 bensínstöðvargleraugu” sem ég ætla að nota þar til ég hef efni á sérhönnuðum, en þau eru allt að 20-30 sinnum dýrari sem er meira en ég ræð við næstu mánuði sem fátækur námsmaður! En jæja, þetta er nóg blaður í bili um sama hlutinn, lifið heil :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband