Sniðug síða fyrir landafræðinörda og ferðafólk

Þessi síða getur gert alls konar sniðuga landafræðiútreikninga fyrir okkur, meðal annars getur hún fundið út þungamiðju búsetu manns sem er þá sá punktur sem er á milli allra staða sem maður hefur búið á. Einnig, sem er klannski sniðugra, sérstaklega fyrir fólk sem býr fjarri hvort öðru og vill hittast mitt í miðjunni, þá er þarna að finna forrit sem reiknar út nákvæma miðjuna á milli tveggja einstaklinga, bæði ef farið er eftir vegi og í loftlínu. Þannig prófaði ég til dæmis að finna út hvar Hólmvíkingur og Reykvíkingur ættu að hittast ef báðir aðilar ætluðu bara að fara hálfa leið að heimabæ hins. Niðurstaðan varð sú að maður er nákvæmlega hálfnaður í miðri Bröttubrekkunni! En ég er samt aðallega að nördast þetta vegna almennra leiðinda og ætla nú að fara að skella mér í bælið. En hér kemur síða þessi: Geographic Midpoint Calculator

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband