Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
24.9.2007 | 23:41
Bílar eru samir við sig
Það er lítið að frétta af mér þessa dagana. Ég vinn bara og reyni að gera eitthvað af viti eins og t.d. að safna peningum, sem hefur reyndar reynst mér mun auðveldara hér en fyrir sunnan. Ég ætlaði samt að skreppa til Reykjavíkur um helgina til að heimsækja fólk, sóa peningum og sækja drasl, en þegar ég var rúmlega hálfnaður yfir Tröllatunguheiðina þá skemmdist eitthvað hægra megin að framan í hjólabúnaðinum á elskulega Applausinum mínum fallega, svo ég má eiginlega teljast heppinn að hafa náð að skrölta sömu leið til baka, ellegar hefði ég jafnvel þurft að dvelja nóttina í Króksfjarðarnesi, nema einhver hefði verið svo góður að sækja mig yfir þennan slóða sem eitthvað var búið að fenna í. Ég hef ekkert nennt að æsa mig yfir þessu, bíllinn yrði alveg jafn mikið bilaður fyrir því. Ég er orðinn ónæmur eftir allt það sem ég hef lent í á hinum ýmsu druslum síðan ég fékk bílprófið fyrir 6 árum. Ég er líka umkringdur fólki hérna sem hefur bæði áhuga og vit á bílum (ég hef hvorugt) og getur því hjálpað mér, og ég hef efni á varahlutunum svo þetta reddast eins og alltaf á endanum. Ég ætla samt suður næstu helgi, hvernig sem ég kem mér þangað.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2007 | 22:43
Smölun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.9.2007 | 23:25
Innipúki
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2007 | 23:43
Þreyta dauðans
Ég ætlaði að vera svo duglegur að blogga, alveg 2-4 sinnum í viku eða oftar! En svo ég segi sannleikann þá er ég alls ekki búinn að venjast þessu nýja starfi almenninlega, þá er ég að meina líkamlega, þannig að þegar ég kem heim eftir hvern dag, þá er líkaminn kominn í verkfall svo ég geri ekki helminginn af því sem ég ætla alltaf að gera. Ég er alveg búinn að læra ágætlega á þetta starf og finnst það alls ekki slæmt, en líkamlega séð er þetta algert sjokk, því að ég er að erfiða svo margfalt meira en hjá borginni. Samt ekki þannig að það bitni illa á bakinu, heldur er ég einfaldlega bara á fullu nánast hverja einustu sekúndu og maður stoppar hreinlega ekki nema í pásunum. Hjá borginni fór örugglega að minnsta kosti helmingurinn af tímanum í að keyra á milli verkstaða, líklega meira. Það var sífellt hopp inn og útúr bílum, mislangar og óreglulegar pásur, matarhléið var mislangt og vinnan var mun skrikkjóttari heldur en hjá Hólmadrangi (nafnið á rækjuvinnslu þessari). Þar var stundum rosalega mikið að gera einn daginn, en þann næsta kannski ekkert að gera. Hjá Hólmadrangi er alltaf jafn mikið að gera alla daga. Nú eru allar bakarísferðir á bak og burt, það er ekki nokkur einasti séns að svo mikið sem ná að dotta hérna (maður sofnaði stundum í bæjarvinnunni!), færibandið rúllar sífellt og það þarf sífellt að fylgjast með öllu í kringum sig. Ef ég gleymi mér í augnablik, þá er kannski farið að vanta rækju á bandið, eða jafnvel komið of mikið af henni, eða þá að ég er í þann mund að lenda í árekstri við lyftara! Ég þarf að mæla hitastigið á körunum og sýsla ýmislegt annað. Ef ég er röskur og vel vakandi þá gengur allt vel og mér líður ágætlega, annars fer allt í köku! Eitt er víst, ég á eftir að vera með mun meiri tekjur hér á Hólmavík og það er erfiðara að eyða hér í litlu þorpi, sem er bara snilld. Samt er alveg feikinóg hægt að gera hér og þér þarf aldrei að leiðast. Ég skrifa kannski meira um það seinna en í augnablikinu langar mig bara til að fara að sofa! Góða nótt...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 21:48
Fullkomin helgi
Ég átti alveg fullkomna helgi, finnst mér. Í fyrsta lagi fékk ég frítt far suður til Reykjavíkur um helgina, svo svaf ég út á laugardaginn, ég fékk ókeypis klippingu og er því laus við margra mánaða hárvöxt (og er því alveg gjörbreyttur í útliti), ég skrapp í bíó, náði að þvo vinnufötin mín sem önguðu svoleiðis af rækju og núna sit ég við tölvuna og sötra bjór, og horfi á sjónvarpið með öðru auganu...alger afslöppun, þetta gerist ekki betra! Ég er reyndar að fara að vinna á morgun, en ég hef litlar áhyggjur af því, enda get ég bara lagt mig á leiðinni norður, ahh! Það er sko hægt að blogga um ekki neitt, en eitthvað er betra en ekkert!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2025
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 1105
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar