Þreyta dauðans

Ég ætlaði að vera svo duglegur að blogga, alveg 2-4 sinnum í viku eða oftar! En svo ég segi sannleikann þá er ég alls ekki búinn að venjast þessu nýja starfi almenninlega, þá er ég að meina líkamlega, þannig að þegar ég kem heim eftir hvern dag, þá er líkaminn kominn í verkfall svo ég geri ekki helminginn af því sem ég ætla alltaf að gera. Ég er alveg búinn að læra ágætlega á þetta starf og finnst það alls ekki slæmt, en líkamlega séð er þetta algert sjokk, því að ég er að erfiða svo margfalt meira en hjá borginni. Samt ekki þannig að það bitni illa á bakinu, heldur er ég einfaldlega bara á fullu nánast hverja einustu sekúndu og maður stoppar hreinlega ekki nema í pásunum. Hjá borginni fór örugglega að minnsta kosti helmingurinn af tímanum í að keyra á milli verkstaða, líklega meira. Það var sífellt hopp inn og útúr bílum, mislangar og óreglulegar pásur, matarhléið var mislangt og vinnan var mun skrikkjóttari heldur en hjá Hólmadrangi (nafnið á rækjuvinnslu þessari). Þar var stundum rosalega mikið að gera einn daginn, en þann næsta kannski ekkert að gera. Hjá Hólmadrangi er alltaf jafn mikið að gera alla daga. Nú eru allar bakarísferðir á bak og burt, það er ekki nokkur einasti séns að svo mikið sem ná að dotta hérna (maður sofnaði stundum í bæjarvinnunni!), færibandið rúllar sífellt og það þarf sífellt að fylgjast með öllu í kringum sig. Ef ég gleymi mér í augnablik, þá er kannski farið að vanta rækju á bandið, eða jafnvel komið of mikið af henni, eða þá að ég er í þann mund að lenda í árekstri við lyftara! Ég þarf að mæla hitastigið á körunum og sýsla ýmislegt annað. Ef ég er röskur og vel vakandi þá gengur allt vel og mér líður ágætlega, annars fer allt í köku! Eitt er víst, ég á eftir að vera með mun meiri tekjur hér á Hólmavík og það er erfiðara að eyða hér í litlu þorpi, sem er bara snilld. Samt er alveg feikinóg hægt að gera hér og þér þarf aldrei að leiðast. Ég skrifa kannski meira um það seinna en í augnablikinu langar mig bara til að fara að sofa! Góða nótt...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband