Fullkomin helgi

Ég átti alveg fullkomna helgi, finnst mér. Í fyrsta lagi fékk ég frítt far suður til Reykjavíkur um helgina, svo svaf ég út á laugardaginn, ég fékk ókeypis klippingu og er því laus við margra mánaða hárvöxt (og er því alveg gjörbreyttur í útliti), ég skrapp í bíó, náði að þvo vinnufötin mín sem önguðu svoleiðis af rækju og núna sit ég við tölvuna og sötra bjór, og horfi á sjónvarpið með öðru auganu...alger afslöppun, þetta gerist ekki betra! Ég er reyndar að fara að vinna á morgun, en ég hef litlar áhyggjur af því, enda get ég bara lagt mig á leiðinni norður, ahh! Það er sko hægt að blogga um ekki neitt, en eitthvað er betra en ekkert!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ gummi minn

frábært hjá þér að hafa skipt um vinnu og vera komin á nýjan stað enn þín verður sárt saknað

hafðu það gott

anna

Anna Hendrix (IP-tala skráð) 2.9.2007 kl. 04:09

2 Smámynd: Guðmundur Björn Sigurðsson

Takk Anna mín! Ég er bara þvílíkt ánægður að hafa þorað að skipta um vinnu, þó ég hafi verið í öruggu starfi og með 3 ára reynslu hjá borginni, og því í raun engin sérstök ástæða til að hætta. En þetta var bara komið nóg og ég er líka á hærra kaupi hérna. Ég hefði svosem ekki þurft að flytja úr bænum en mig var bara búið að dauðlanga lengi til að prófa að búa utan við höfuðborgarsvæðið. Ég er að fíla þetta í botn. Sakna ykkar líka, lofa að kíkja reglulega í bæinn!

Guðmundur Björn Sigurðsson, 2.9.2007 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband