Kristinn Ísfeld Andreasen

Á mánudaginn (17. nóv.) fékk ég þær hræðilegu fréttir að góður vinur minn, Kristinn Ísfeld Andreasen (f. 1981), lést um helgina. Honum var ég svo lánsamur að kynnast þegar ég fékk vinnu hjá Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar (Miklatúni) og vorum við oft saman í flokki þar og unnum hin margvíslegustu störf saman.

Ég var ekki búinn að þekkja Kidda nema í nokkrar vikur þegar tilfinningin var orðin þannig að mér fannst eins og ég hefði alltaf þekkt hann. Auðvitað átti hann eins og flestir sína góðu og slæmu daga, en þegar ég hugsa til hans, eru fyrstu minningarnar sem koma upp í hugann ætíð af þeim fjöruga, opna, skemmtilega og uppátækjasama húmorista sem hann að jafnaði var. Ég kann ekki á því skýringu, en eins ólíka fortíð og við áttum okkur og eins ólíkar persónur og við vorum, þá áttum við vel saman og við gátum treyst hvor öðrum fullkomlega, líka fyrir leyndarmálum og persónulegum vandamálum. Við áttum ákveðna eiginleika sameiginlega þó æska okkar hafi verið gjörólík. Báðir gátum við verið haldnir svolitlum athyglisbresti suma dagana, svo vægt sé til orða tekið, sem gat gert vinnudagana ansi skrautlega stundum, kannski sérstaklega ef við vorum að vinna einir saman, en það var nú alltaf hægt að hlæja að því eftirá! Hitt var það að geðið átti það til að hrella okkur stundum en það fór nú samt ekki bara í dýfu, heldur líka upp sem betur fer.

Þeir eru mjög fáir vinnufélagarnir sem ég hef um æfina tengst það sterkum böndum að ég hafi heimsótt þá utan vinnutíma eða skroppið út á lífið með þeim (utan alls vinnustaðadjamms), en þú varst einn af þeim Kiddi, þó það hafi reyndar verið allt of fá skipti. Þú stappaðir í mig stálinu oftar en einusinni þegar ég átti mína slæmu daga, þú reyndir meira að segja að hjálpa mér með stelpur eitt sinn.

Kiddi, ég kveð þig með söknuði, það hryggir mig að þú hafir farið svo snemma en gleður mig innilega að hafa kynnst þér. Nú færðu ró og frið.

Guðmundur Björn Sigurðsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband