Slakað á

Hafði það ágætt fyrir sunnan. Gerði ekki helminginn af því sem ég ætlaði að gera. Verst var hvað ég var óduglegur í félagslífinu en þó hitti ég t.d. gömlu vinnufélagana hjá borginni sem var bara tær snilld, ég verð að halda sambandi við þetta úrvalsfólk.

Ég var eiginlega bara að slappa af, nákvæmlega eins og ég ætlaði því að ég var algerlega búinn að fá nóg af stressi og vinnu svo ég þurfti virkilega á þessu fríi að halda. Var bara edrú og nettur á því, skrapp bara í bíó með bróðir mínum Elvari og lék mér að því að gera skissur og teikna, eitthvað sem var orðið óralangt síðan ég gerði síðast. Ég var næstum búinn að gleyma hvað það er gaman að teikna maður.

Haldi'ði ekki að rúðuþurrkurnar á bílnum mínum hafi bilað á meðan ég var í Reykjavík. Alger klassi. Það virðist ætla að verða þrautin þyngri að komast á milli bæja í eitt skipti án þess að eitthvað smádót klikki sem samt er ekki hægt að vera án á Íslandi, eins og t.d. rúðuþurrkur! Síðan ég flutti þá hafa afturdempararnir klárast, mikilvæg baula dottið undan bílnum sem heldur við hjólabúnaðinn, ventill á einni felgunni hefur gefið sig og núna fór þurrkubúnaðurinn. En ég hef þó ennþá tröllatrú á þessum bíl, hann er þrátt fyrir allt sá besti sem ég hef átt, ég þarf bara að anda með nefinu og vera ekkert að æsa mig, klappa kvikindinu, mússímússí og allt það og þá klikkar hann ekki aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband