Það sem er að frétta ákkúrat núna

Hvað segist? Þessa stundina er ég staddur í Reykjavíkinni, en ég verð þar fram á mánudagskvöld. Ég fer nefninlega til tannsa á mánudaginn og þar sem ég er enn hjá tannlækni í Reykjavík og hef ekki haft fyrir því að finna mér nýjan úti á landi (kannski aðallega af því að ég hef enn ekki sest að varanlega neins staðar) að þá ákvað ég bara að nota þetta sem góða afsökun fyrir því að taka mér einn frídag frá vinnu og fá þannig einn virkan dag í höfuðborginni til að stússast. Loks verður jaxlinn, sem fylling brotnaði úr, sem var sett í hann, eftir áreksturinn sem ég lenti í sem farþegi fyrir all mörgum árum, lagaður á ný! Já, löng lýsing, en semsagt þá losnaði fyllingin þegar ég var að tyggja karamellu sem ég fékk úr páskaeggi fyrir um 14 mánuðum síðan, og ég hef ekki haft efni á að láta laga þetta fyrr en nú, því að nú er ég ekki lengur fátækur námsmaður, allavega í bili. Í frekara nám verður stefnt á endanum, bara spurning um góða tímasetningu og fjárhag fyrst. Bæði pabbi minn og Sindri eiga afmæli á mánudaginn sem gerir það enn skemmtilegra að geta verið í Reykjavík þann dag, en Sindri hélt reyndar upp á afmælið sitt núna á laugardaginn með bekkjarafmælisveislu sem lukkaðist bara vel hér í Blöndubakkanum. Ég gæti skrifað um svo margt fleira sem hefur gerst eða er að fara að gerast hjá mér, en ég læt það bíða því ég er farinn að geyspa ótæpilega en mér fannst samt að ég yrði að drattast til að skrifa eitthvað hérna því ég er búinn að vera allt of latur á netinu undanfarið. Það er ekki að ég hafi ekki kíkt á netið af og til, ég hef bara varla sést tengdur neins staðar, hvorki á fésbókinni né annars staðar og hef ekkert skrifað. Ég hef nefninlega átt erfitt með svefn í meira en viku og það hefur bitnað á afköstum eftir vinnu, en ég hef rétt svo eldað ofan í mig en annars verið hálf dottandi allan daginn. Samt hef ég aldrei náð góðum svefni fyrr en í gærnótt. Það er vonandi að ég noti næstu tvo daga vel, en það er líklega best að fara að sofa núna svo ég skemmi ekki svefnmynstrið enn á ný. Góða helgi öll og meira síðar! Sideways

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband