Vikan í stuttu máli

Lífið er sannarlega ekki alltaf sanngjarnt. Haraldur frændi minn og Vala áttu von á barni í sumar, en því miður fæddist það nokkrum vikum of snemma. Gabríel Freyr Haraldsson lést um tvem vikum eftir að hann kom í heiminn, næstum alveg fullskapaður, fallegur drengur. Þau skýrðu hann daginn áður en hann kvaddi. Ég fór suður eftir vinnu á þriðjudaginn síðasta og fór í sorglega en fallega jarðarför á Akranesi daginn eftir á sólríkum degi. Þetta er í annað sinn sem þetta gerist og þau eru hetjur að komast í gegnum svona áfall tvisvar. Vonandi gengur þeim allt í haginn framvegis. Fyrst ég var kominn suður og það var frídagur á fimmtudaginn (sem var reyndar færður yfir á föstudaginn í vinnunni) þá tók það því ekki og borgaði sig ekki, að fara aftur norður bara til að vinna í einn dag og koma svo aftur suður til að vera yfir helgina, þannig að ég ákvað bara að missa úr tvo vinnudaga og var í fimm daga fyrir sunnan. Eftir smá yfirferð á bílnum með pabba þá kom ég Applausinum í gegnum skoðun, sem ég bjóst nú ekki við að myndi heppnast, en þetta þýðir að ég get farið að huga að því að setja hann í sölu. Ég náði að hitta fullt af ættingjum og vinum, fór í bíó með frænku minni og fór með mömmu og Sindra í golf en brósi er kominn með mikinn golfáhuga, skemmtilegt nokk, og fær ágætis útrás við að slá kúlurnar hverja á eftir annarri. Ég læt þetta duga í bili, hafið það sem allra best.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband