13.5.2013 | 22:37
Vikan í stuttu máli
Lífið er sannarlega ekki alltaf sanngjarnt. Haraldur frændi minn og Vala áttu von á barni í sumar, en því miður fæddist það nokkrum vikum of snemma. Gabríel Freyr Haraldsson lést um tvem vikum eftir að hann kom í heiminn, næstum alveg fullskapaður, fallegur drengur. Þau skýrðu hann daginn áður en hann kvaddi. Ég fór suður eftir vinnu á þriðjudaginn síðasta og fór í sorglega en fallega jarðarför á Akranesi daginn eftir á sólríkum degi. Þetta er í annað sinn sem þetta gerist og þau eru hetjur að komast í gegnum svona áfall tvisvar. Vonandi gengur þeim allt í haginn framvegis. Fyrst ég var kominn suður og það var frídagur á fimmtudaginn (sem var reyndar færður yfir á föstudaginn í vinnunni) þá tók það því ekki og borgaði sig ekki, að fara aftur norður bara til að vinna í einn dag og koma svo aftur suður til að vera yfir helgina, þannig að ég ákvað bara að missa úr tvo vinnudaga og var í fimm daga fyrir sunnan. Eftir smá yfirferð á bílnum með pabba þá kom ég Applausinum í gegnum skoðun, sem ég bjóst nú ekki við að myndi heppnast, en þetta þýðir að ég get farið að huga að því að setja hann í sölu. Ég náði að hitta fullt af ættingjum og vinum, fór í bíó með frænku minni og fór með mömmu og Sindra í golf en brósi er kominn með mikinn golfáhuga, skemmtilegt nokk, og fær ágætis útrás við að slá kúlurnar hverja á eftir annarri. Ég læt þetta duga í bili, hafið það sem allra best.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.