17.3.2013 | 23:01
Fjölbreytt helgi á Króknum
Þá er þessi afbragðsgóða helgi að baki. Ég tók því rólega til að byrja með og kíkti í sundlaugina í Varmahlíð í fyrsta sinn á föstudaginn og þetta er bara fínasta laug, þótt hún skáki seint lauginni á Hofsósi þar sem hægt er að sjá eitt fallegasta landslag sem hægt er að sjá úr sundlaug, með Drangey, Málmey og Þórðarhöfðann ásamt sænum og fjöllunum í kring í sjónmáli. Ég fór líka í göngutúr meðfram ströndinni eða Sandinum eins og fjaran við Krókinn er kölluð, og sá þar nokkra forvitna seli sem voru í sífellu að gægjast upp úr sjónum, eins hátt upp og þeir komust, til að forvitnast um hvað væri að gerast á þurru landi og ég vona að ég hafi ekki valdið þeim vonbrigðum sem áhorfsefni! Á laugardagskvöldið kíkti ég út á lífið sem var mikið fjör og ég kom frekar seint heim, þannig að ég tók því rólega á sunnudaginn og eyddi deginum aðallega heima og hélt loksins áfram lestrinum á Reykjavíkurnóttum eftir Arnald Indriðason eftir næstum því mánaðar pásu. Nú verð ég að fara að herða mig í að klára bókina svo fólk fari ekki að hætta að gefa mér bækur í jólagjöf, það vil ég ekki því það er fátt betra en að geta losnað aðeins úr raunveruleikanum með því að sökkva sér í góða sögu, ekki síst á leiðinlegum dögum þó þeir séu sem betur fer sjaldgæfir. Ég klikkaði á einu um helgina því ég ætlaði loksins að sýna smá lit og fara á íþróttaleik í Síkinu hér á Króknum en Tindastóll og Grindavík öttu kappi saman í körfuboltaleik í kvöld og var víst þrusumæting og frítt á leikinn í boði Fisk Seafood og Kaupfélags Skagfirðinga. Leikurinn endaði víst með sigri Grindvíkinga 97-91 en mér skilst að Stólarnir hafi þó aldrei hleypt Grindvíkingum langt á undan sér. Sko mig... bara farinn að fylgjast pínu með íþróttum og vera ekki týndur, undur og stórmerki!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.