Væl, kvein og leiðindi

Jæja, þá er maður búinn að ganga frá skattaskýrslunni fyrir 2012, það var nú reyndar ekki flókið en gott að vera búinn að þessu. Þetta er orðið allt annað líf eftir að hægt er að gera þetta rafrænt alfarið. Ég er allur að koma til núna, mér finnst kvefið vera að skána og ég er á verkjalyfjum við bakverkinum en ég held að hann sé líka að lagast. Ég var alveg að farast á þriðjudaginn, fékk mikla verki við að rísa upp úr rúminu og það var vont að ganga og sömuleiðis að setjast og standa upp. Ég ákvað því að vera heima þann daginn, sem var eini dagurinn minn frá vinnu síðan ég byrjaði í Fiskiðjunni. Ég skellti mér til læknis og í lyfjabúð að fá verkjalyf og var svo heima mest allan daginn fyrir utan að ég fór út í stuttan göngutúr, samkvæmt læknisráði, áður en ég fór að sofa. Svo er gott að fara í heita pottinn líka og það er sannarlega ekki vandamál fyrir mig því ég hef farið í sund að minnsta kosti einu sinni til tvisvar í viku í all nokkur ár. En jæja, ég læt þetta duga í dag áður en einhver hringir í vælubílinn fyrir mig eða deyr jafnvel úr leiðindum á undan. Lifið heil Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband