Fullkomin helgi

Ég átti alveg fullkomna helgi, finnst mér. Í fyrsta lagi fékk ég frítt far suður til Reykjavíkur um helgina, svo svaf ég út á laugardaginn, ég fékk ókeypis klippingu og er því laus við margra mánaða hárvöxt (og er því alveg gjörbreyttur í útliti), ég skrapp í bíó, náði að þvo vinnufötin mín sem önguðu svoleiðis af rækju og núna sit ég við tölvuna og sötra bjór, og horfi á sjónvarpið með öðru auganu...alger afslöppun, þetta gerist ekki betra! Ég er reyndar að fara að vinna á morgun, en ég hef litlar áhyggjur af því, enda get ég bara lagt mig á leiðinni norður, ahh! Það er sko hægt að blogga um ekki neitt, en eitthvað er betra en ekkert!


Sælt veri fólkið

Ég hef þetta stutt og laggott til að byrja með. Ég er að spá í að hefja hér nýjan bloggferil enda hin síðan orðin alveg vonlaust dæmi. Á samt eftir að skoða betur hvað blog.is hefur upp á að bjóða en líst vel á það sem ég hef séð hérna hingað til. Held líka að þetta sé traust síða sem er ekki að fara að leggja upp laupana bara allt í einu eins og fólk.is gerði. Það var frekar lélegt af þeim. En ekkert röfl, hingað er ég kominn og ég er að vona að ég verði duglegri við að skrifa á almenninlegri síðu eins og þessari. Ég skulda nokkrum vinum mínum almenninlega færslu með fréttum af mér, enda allt búið að vera að gerast hjá mér á stuttum tíma og ég bý ekki einusinni í sama bænum lengur, en samt hef ég enn ekkert bloggað um það! Bæti úr þessu fljótlega.

« Fyrri síða

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband