Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Allt gott að frétta :D

Sælt veri fólkið, langt síðan síðast! Það er svosem ekki mikið að frétta, nema bara að ég er enn í átakinu mínu síðan 12. janúar þegar ég byrjaði að hreyfa mig á hverjum degi. Ég hef ekki sleppt úr einum degi í að skokka eða synda síðan þá og ég er eiginlega bara að vona að mér sé búið að takast að breyta mínum lífsstíl til frambúðar, því það er svo ofboðslega sjaldan sem að fólki tekst það. Kílóin fara hægt en stöðugt, tæp 4 kg. síðan skokkið byrjaði í janúar en rúm 8 kg. síðan í október þegar ég hætti í gosi og drykkju þannig að ég er kominn niðrí 85 kíló, sem er orðið ansi nálægt markmiðinu mínu, vantar bara fimm kíló uppá, sem er auðvitað æðislegt! Skemmtilegustu tölurnar eru samt hvað ég er búinn að skokka og synda langa leið þegar tölurnar eru teknar saman. En já, ég er semsagt núna búinn að skokka u.þ.b. 113 kílómetra og synda 13 kílómetra síðan ég byrjaði fyrir 39 dögum! Lengsti skokkhringurinn sem ég hef lagt í ennþá var 9,6 kílómetrar og tók það mig sléttan klukkutíma en ég legg ekki í mikið meira enn sem komið er, enda var ég gjörsamlega búinn í fótunum þegar heim var komið. Vonandi nenni ég að gera eitthvað sniðugt við þessa síðu um helgina, eins og að kannski bæta við myndum, skrifa meira eða eitthvað, en þangað til verður þetta að duga og ekkert múður!!!


Þokkaleg helgi

Jammms, þessi helgi var bara ágæt, enda var hún án sunnudagsvinnu en maður er orðinn hálf latur í þessu helgarvinnubrölti þó maður hafni aldrei helgarvinnu sé maður beðinn um að vinna. Ég fór suður og gerði ýmislegt skemmtilegt þar eins og að skralla með fjölskyldunni, fara í sund með góðu fólki og í eina heimsókn, versla (sem flokkast reyndar ekki sem skemmtilegt) og ýmislegt fleira en það var samt eiginlega næstum því skandall að hafa farið suður því það var ýmislegt skemmtilegt að gerast á Hólmavík um helgina eins og t.d. þorrablót og afmæli bróður míns og líka frænda míns en ég vona að mér sé fyrirgefið, ég var þó búinn að gefa brósa afmælisgjöf hehe!

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband