Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
29.1.2008 | 00:38
Það tók 26 daga
Það var mikið. Loksins á þessu ári sá ég sólina. Sú gula birtist þarna inn á milli skýjanna á milli tveggja húsa á laugardaginn og skein inn um stofugluggann. Nokkrum mínútum seinna var hún aftur horfin. Ég var nánast búinn að gleyma því hvernig þetta fyrirbrigði lítur út. Þetta er stóri mínusinn við það að vera í innivinnu. Ég er að vinna á einum af þeim stöðum vinnslunnar þar sem varla fyrirfinnast gluggar. Að vísu er stór skúrshurð í móttökunni alveg í hinum endanum, sem er stundum opnuð tímabundið til að taka á móti rækju og vörum, en sólin er enn ekki komin það hátt upp að hún nái að skína þar inn. Í stuttu máli þá fer ég í vinnuna í svartamyrkri, og kem heim í rökkri. Þetta sólarleysi hefur ekki farið vel í mig. Einu get ég reyndar ekki sleppt úr í samhengi við það að vinna inni. Stóri plúsinn hefur auðvitað verið sá að hafa sloppið við að starfa úti í þessu eilífa snarvitlausa veðri sem hefur dunið yfir landið.
Hér kemur ein góð spurning. Á ég að skreppa suður um helgina? Hmm.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2008 | 20:33
Lífið komið í fastar skorður
Þá er allt komið í rútínu aftur, sem betur fer. Mér líkar það best virðist vera, allavega er ég oftast í góðu andlegu jafnvægi á þessum venjulegu dögum. Það er eins og allt geti stundum farið í rugl hjá mér á öðrum tímum en ég hef ekki hugmynd hvers vegna. Það er alltaf gott að fá frí samt, en það er alveg greinilegt að ég verð þá að hafa einhverja rútínu eða nóg að gera.
Hvar er eiginlega sólin árið 2008? Mér hefur ekki tekist að sjá þá gulu í svo mikið sem sekúndu á þessu blessaða ári, þó ekki sé ýkja langt í að janúar sé hálfnaður. Maður er alltaf í vinnunni þegar hún hefur náð að skína, eða þá að það hefur einfaldlega verið skýjað, eða að maður hefur verið að sofa út um helgi. Ég nenni ekki að hafa þetta myrkur lengur, mér er alveg sama um kuldann og snjóinn, hef ekkert á móti því, vil bara fá birtu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar