22.6.2009 | 19:09
Gleeeði! :D
Ég er kominn inn! Ég fékk greisluseðil frá Fjölbraut í Breiðholti í pósti í dag og náði að skjótast í banka í einni vinnupásunni svo að núna er þetta orðin brakandi staðreynd og ég er bara að missa mig af gleði, þetta er svo spennó hehe :D
Ég sótti annars líka um í 3 öðrum skólum til vara: Fjölbraut í Ármúla, Flensborg í Hafnarfirði og Borgarholtsskóla og sótti meira að segja um á Hvanneyri þar að auki (en komst ekki inn) sem hefði verið dýrast fyrir mig en auðvitað lang mest spennandi því að ég verð nú bara að viðurkenna að ég er bara orðinn ansi hrifinn af sveitinni eftir þessi tvö ár sem ég hef verið hérna á Hólmavík og helst vil ég enda í sveitinni aftur einhvern tíman, bara vonandi sem fyrst.
En það var mjög gott að ég komst í FB frekar en hina þrjá skólana því það verður lang ódýrast fyrir mig (og ekki veitir af) því að ég mun geta gengið í skólann og gæti þess vegna lagt bílnum og notað hann eingöngu ef ég þarf að skreppa eitthvað sérlega langt og svo hef ég líka bara ágætis tilfinningu fyrir þessum skóla.
Fyrst var ég að velta því fyrir mér að fara í náttúrufræði, en ákvað eftir samtal við námsráðgjafa að það væri kannski betra fyrir mig að velja félagsfræðina því að hún inniheldur mun minni stærðfræði en fleytir mér í gegnum stúdentinn, sem skiptir mig miklu máli því að mig virkilega langar til að sanna fyrir sjálfum mér að ég hafi það í mér að klára loksins eitthvað í skóla. Semsagt, ég stefni á stúdentinn hvað svo sem ég mun á endanum finna að mig langi mest til að læra. Ég valdi líka málabraut til vara ef ég kemst ekki í félagsfræðina, það væri ekkert síðra því ég hef mikinn áhuga á tungumálum en samt held ég að það nám sé líklega erfiðara.
Í raun veit ég ekkert hvað ég er að fara út í, en ég veit að þetta var rétt ákvörðun því að það er orðið svo skelfilega langt síðan ég hætti í skóla (6 ár ef ég man rétt) að ef ég fer ekki að drattast í þetta núna þá fer ég líklega aldrei. En ég þurfti svo sannarlega að fá pásu á sínum tíma og vinna frekar í einhvern tíma. Ég var í engu ástandi til að læra í Iðnskólanum, ég átti við ýmis vandamál að stríða, var með mikinn skólaleiða, þunglyndur og langaði í raun ekki til að verða neitt sérstakt. Ég valdi eiginlega múrsmíðina bara til að velja eitthvað (sem væri búið sem fyrst og með lítilli stærðfræði)!!! Líf mitt er búið að gjörbreytast síðan þetta var og ég er lífsglaður og með metnað svo að ég er tilbúinn í þetta núna. Og svo hef ég líka náð að skrapa saman nokkrum krónum sem ættu að duga mér út veturinn, þó ég fái enga vinnu í vetur eða ákveði að sleppa því að vinna til að geta einbeitt mér alveg að náminu. Mér veitir kannski ekki af því svona fyrst um sinn, eftir allan þennan tíma frá námi. Vá, ég hlakka svo til! Skóóóli, hér kem ég! :D
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.