4.4.2009 | 01:56
Suður á sunnudaginn :D
Það eru alltaf allir að kvarta yfir því að ég láti aldrei vita þegar ég skrepp í bæinn svo nú er ég bara að koma því til skila alls staðar og þá getur fólk hætt að kvarta! Næst fer ég á Facebookið og hmm, hvað svo, sms? Allavega, ég er semsagt kominn í páskafrí (jei!!!) en ég ætla samt að slugsast eitthvað á Hólmavík fram á sunnudag, það bara er svo gott að hanga og gera ekki neitt, ég veit ekkert betra! Ég til dæmis fór bara að sofa eftir vinnu í dag og svaf svo bara alveg þar til mig langaði af einhverri ástæðu aftur á fætur og þá var klukkan að ganga ellefu í kvöld! Svona á lífið að vera :D Annars hef ég ekki átt tvo dagana sæla því ég er búinn að vera með kvef og svo bættist ofan á það að það stakkst ryðgaður nagli langt inní hælinn á vinstri fætinum á mér á þriðjudaginn í vinnunni og svo um kvöldið var ég kominn með sýkingu, nógu slæma til að ég gat ekki gengið og var að drepast þó ég snerti hann ekki einusinni, þannig að ég er búinn að vera á sýklalyfi og var frá vinnu á miðviku og fimmtudag en mætti svo í vinnuna á föstudaginn enda var búið að lofa mér að ég gæti setið við hreinsibandið allan daginn og það gekk líka eftir. Ég er alveg í mega stuði yfir þessu fríi, það er samt ekkert sérstakt planað þannig að nú er bara spurningin hvað maður á eftir að gera af sér haha...
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.