17.12.2008 | 23:58
Hólmadrangsferðin
Það er orðið svo stutt núna í jólafríið mitt að ég finn næstum lyktina af því. Ekki á morgun heldur hinn! Dvölin á Akureyri var bara þokkaleg, enda er sjaldan eða aldrei leiðinlegt í þeim góða bæ. Ég skildi bílinn bara eftir á Hólmavík og fór með Hadda frænda sem var auðvitað mun þægilegra enda þá hægt að spjalla eða bara leggja sig á leiðinni. Innifalið í ferðinni var hótelgisting hjá KEA fyrir laugardaginn en flestir vildu koma strax á föstudaginn til að skralla eitthvað um kvöldið og redduðu sér þá gistingu fyrir það kvöld.
Seinnipart laugardagsins fórum við flest í keilu og náði ég þar þeim óviðbúna árangri að vinna einn leikinn...þokkalega sáttur sko! Eftir það kíktum við snöggvast inná hótel og svo fórum við á hinn fína veitingastað Friðrik fimmta þar sem hver rétturinn á eftir öðrum bráðnaði í munni, Mmm! En eins og siður er á fínum veitingastöðum var vín með matnum svo ég ákvað að sveigja reglurnar örlítið og smakka aðeins á þessu. En það komu fleiri vín og það var fyllt á glösin, þannig að það má eiginlega segja að óformlegt (u.þ.b. tveggja mánaða gamla) vínleysi mitt hafi farið í vaskinn það kvöldið en ég er þá bara byrjaður aftur með nýtt núna!!! Eftir matinn tók næturlífið að sjálfsögðu við og við skrölluðum á Sjallanum fram eftir nóttu, allavega þau okkar sem eitthvað stuð var í.
Á sunnudeginum náði Gógó frænka mín á Akureyri að ýta mér af stað í jólagjafainnkaupin og sá ótrúlegi árangur náðist að ég er núna búinn að versla næstum allar gjafirnar fyrir þessi jól sem er ekkert annað en kraftaverk því að venjulega er ég að klára þetta seint á þorláksmessu eða jafnvel á aðfangadag, alveg kolsveittur á harðahlaupum, lítandi á klukkuna með mínútu millibili.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.