Þreyttur en ánægður

Þá fer þetta loksins að klárast. Ég er búinn með allt bóklegt núna og líka fyrsta verklega prófið, sem þýðir að ég er núna kominn með vörubílaréttindin! Þetta er enginn smá léttir og bara æðisleg tilfinning, ég er búinn að vera í skýjunum yfir þessu alla helgina. En það var samt ekki auðvelt að fara í próf á vörubíl rétt á eftir erfiðustu jarðarför sem ég hef farið í. En það þýddi ekkert annað en að draga bara djúpt andann fyrst og ljúka þessu svo af. Ég var heppinn að geta seinkað prófinu um nokkra klukkutíma svo ég þyrfti ekki að fresta prófinu um viku. Nú á ég bara eftir að fara í nokkra trailer (vagn), rútu og leigubílatíma sem ættu að geta klárast á næstu 2-3 vikum og síðan tek ég síðustu 3 prófin bara í jólafríinu og þá er þetta komið! Ég ætlaði ekki að trúa því hvað mér gekk vel í vörubílaprófinu en það eina sem olli því að ég fékk einhvern mínus var það að ég var ekki sérlega góður í að skipta um gír á réttum tíma og halda réttum snúningi, en það kemur bara með æfingunni held ég. Verð örugglega ekki lengi að laga það. Eitt get ég þó sagt ykkur núna, en það er að ég get ekki beðið eftir því þegar ég fer að vera laus um helgar. Er orðinn pínu þreyttur á allri þessari helgardagskrá alltaf og ferðalögum milli Hvk. og Rvk. hverja einustu helgi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ, Gúndi minn, þetta er ansi góð stytting á Hólmavík (Hvk), ég á ábyggilega eftir að nota þetta eitth.tíma.

Gangi

Kristín Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Guðmundur Björn Sigurðsson

Já, er farinn að nota þetta stundum, gott og gilt eins og Rvk. En varðandi meiraprófið mitt. Ég er alveg búinn að sjá að það er eins gott að ég klári trailerinn líka því að annars er varla einusinni gagn að þessum vörubílaréttindum, því að ég sé ekki betur en að stór hluti af þessum bílum, ef ekki meirihlutinn, séu með aftanívagna tengda við sig. Allavega hér á Hvk!

Guðmundur Björn Sigurðsson, 3.12.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband