24.4.2008 | 21:22
Lyftararéttindin í höfn
Þetta er frábær dagur. Í dag fékk ég skírteinið mitt í pósti, ég er kominn með réttindi á lyftara, upp að tíu tonna lyftigetu. Að ná mér í þessi réttindi er eiginlega það eina sem ég hef gert af viti síðan ég hætti í skóla fyrir rúmlega 5 árum síðan. Það mætti í vinnuna maður frá vinnueftirlitinu til að fara yfir lyftarana og að sjálfsögðu nýtti ég tækifærið og fór í verklega prófið.
Ég get hætt að vandræðast með sumarfríið mitt. Ég fékk þær skemmtilegu fréttir að fjölskyldan ætlar að skella sér suður til Spánar í sumar (24. júlí - 7. ágúst) og mér er víst boðið með! Þó ég tæki líklega seint upp á því sjálfur að græja sólarlandaferð (en aldrei að segja aldrei) þá get ég ekki misst af þessu góða tækifæri til að hafa það gott með fjölskyldunni í tvær vikur, og Spánn hefur jú sína kosti. Eins og að liggja í letikasti allan daginn og kannski sötra bjór eða að fá sér góða steik!!!
En... það er alveg á hreinu, að mig langar líka til að fara í styttri ferðir í sumar og ferðast um landið, svo ég er opinn fyrir uppástungum. Það verður víst vinnslustopp í vinnunni fyrstu tvær vikurnar í ágúst svo ég hef eina aukaviku eftir að ég kem heim sem er alveg óplönuð. En svo mun maður nú reyna líka að skreppa í einhver helgarferðalög.
Eitt enn gott fólk... Gleðilegt sumar!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.