Tíminn líður, hann hreinlega flýgur!

Það eru núna rúmlega átta mánuðir síðan ég flutti hingað til Hólmavíkur til að vinna. Eða til að vera nákvæmur, 236 dagar! Ég hef hreinlega ekki tekið eftir því hvað tíminn hefur liðið hratt fyrr en allt í einu núna að ég fór að hugsa til baka. Líf mitt hefur gerbreyst. Þrátt fyrir 3 ára starf hjá borginni átti ég enga peninga og það beið mín ekkert annað en að halda áfram og gera ekki neitt af viti í lífinu. Ég var alltaf að gera áætlanir og ákveða að gera hitt og þetta, en aldrei varð neitt úr neinu. Ég var farinn að vera þunglyndur yfir þessu þar til allt í einu að ég sá í hverju vandinn fólst. Ég var orðinn værukær. Lífið var greinilega orðið of auðvelt, ég var búinn að læra öll handtökin í vinnunni of vel, og allt var orðið of öruggt. Ég ákvað því að eina leiðin væri að stokka öllu upp. Það eina sem mér datt fyrst um sinn í hug að gera sem væri eitthvað nýtt fyrir mér, var að fara einn til útlanda. Það væri ágætis byrjunaráskorun (var reyndar byrjaður á annarri áskorun en það er önnur saga sem ég segi kannski seinna hehe). Ekki fór ég reyndar langt, en útlönd eru Færeyjar nú samt. Var voða stressaður dagana fyrir ferðina, en ef ég hefði ekki verið stressaður þá hefði ég þurft að gera eitthvað annað sem dygði til þess. Að sjálfsögðu var alveg brjálæðislega gaman úti, meira að segja skemmtilegra en mig hefði grunað. En svo var sú ferð búin og gamla lífið byrjað aftur. En ekki lengi, því að rétt áður en ég fór í Færeyjaferðina hafði ég sagt upp starfinu mínu án þess að vera búinn að tryggja mér vinnu annars staðar fyrst. Semsagt, það var ekki nóg að skreppa bara út einsamall og þá væri ég bara voða svalur og búinn að gera nóg. En förum aðeins til baka aftur: Áður en ég fór til Færeyja þá hafði ég enn sem komið var bara sótt um vinnu á einum stað, svo óvissan var alger þegar ég kæmi til baka. En viti menn, þegar ég var einn daginn staddur í keiluhöll Þórshafnar, nýbúinn að spila keilu við einhverja Ísfirðinga sem ég hafði kynnst nokkrum dögum áður á tjaldsvæðinu, og var að borða með þeim á veitingastað í sama húsi, þá hringdi síminn. Ég var búinn að fá vinnu! Þetta var ævintýri líkast. Nú var ekki til vottur af óvissu eða stressi í mér lengur, allavega ekki í bili! Stressið kom auðvitað aftur þegar ég var kominn heim og hafði tíma til að hugsa út í hvað ég var búinn að gera. Hætta í öruggu starfi til þriggja ára? Fara að vinna úti á landi við eitthvað sem ég hef aldrei gert áður?! Ég hlýt að vera klikkaður! En hér er ég nú, og hef verið í 236 daga, búinn að læra að spara og búinn að læra á lyftara (og fullt af öðrum hlutum)! Stefni á að halda hér áfram um stund, en hætta svo einhverntíman milli júlí og október og snúa mér að öðru (og þá með nóg af peningum í fyrsta sinn). Að öllum líkindum verður það skóli, ó já, ó já!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband