Það tók 26 daga

Það var mikið. Loksins á þessu ári sá ég sólina. Sú gula birtist þarna inn á milli skýjanna á milli tveggja húsa á laugardaginn og skein inn um stofugluggann. Nokkrum mínútum seinna var hún aftur horfin. Ég var nánast búinn að gleyma því hvernig þetta fyrirbrigði lítur út. Þetta er stóri mínusinn við það að vera í innivinnu. Ég er að vinna á einum af þeim stöðum vinnslunnar þar sem varla fyrirfinnast gluggar. Að vísu er stór skúrshurð í móttökunni alveg í hinum endanum, sem er stundum opnuð tímabundið til að taka á móti rækju og vörum, en sólin er enn ekki komin það hátt upp að hún nái að skína þar inn. Í stuttu máli þá fer ég í vinnuna í svartamyrkri, og kem heim í rökkri. Þetta sólarleysi hefur ekki farið vel í mig. Einu get ég reyndar ekki sleppt úr í samhengi við það að vinna inni. Stóri plúsinn hefur auðvitað verið sá að hafa sloppið við að starfa úti í þessu eilífa snarvitlausa veðri sem hefur dunið yfir landið.

Hér kemur ein góð spurning. Á ég að skreppa suður um helgina? Hmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband