Tiltektir

Loksins hafði ég mig í það að hreinsa dótið út úr herberginu sem ég er með á leigu hér á Hólmavík, svo ég geti farið að hafa herbergið eins og ég vil hafa það, og með mínu dóti. Það tók miklu styttri tíma en ég hafði ímyndað mér. Að ég skuli hafa dregið það svona lengi að ljúka þessu af, en þetta lýsir mér svosem ágætlega. Nú er bara að skúra og þurrka rykið, og skreppa svo suður og ná í eitthvað meira af dótinu mínu.

Ég virðist hafa verið eitthvað að flýta mér í síðustu skrifum. Ég var ekkert að segja frá því að Pálmi frændi minn reddaði mér alveg um síðustu helgi varðandi rúðuþurrkurnar. Ég náði ekki að útvega mér varahluti því að þeir eru víst ekki til hjá umboðinu þannig að ég mun þurfa að panta þá. Þetta er gallinn við að vera á tiltölulega sjaldgæfri týpu af bíl. En semsagt, hann náði að „skítmixa“ þetta fyrir mig eins og hann kallaði það, svo að ég komst alla leið til Hólmavíkur áður en skítmixið gaf sig svo. Það er alveg borin von að láta sig svo mikið sem dreyma um að reyna að keyra alla leið frá Reykjavík til Hólmavíkur með bilaðar rúðuþurrkur! Líkurnar á því að þú þyrftir aldrei að nota þurrkurnar á leiðinni eru þær sömu og að þú myndir vakna einn morguninn og finna eina milljón inni í koddanum þínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband