Sund...alger snilld í kuldanum

Snjórinn virðist kominn til að vera hér. Eftir að ég kom með færsluna um snjóinn sem síðan bráðnaði samdægurs þá leið ekki nema einn eða tveir dagar þar til það snjóaði á ný. Jörðin hefur verið meira eða minna hvít síðan.

Það er geðveikt þægilegt að frændi minn sé í þessum bolta. Eins og ég hef sagt áður þá kem ég alltaf með honum þegar hann fer á boltaæfingarnar, en fer bara í sund í stað boltans. Undanfarnar vikur hefur það ansi oft gerst að ég hef verið farinn að dorma eftir vinnu þar til ég var farinn að reyna að hlaupast undan því að fara í sundið. „Æ, ég held ég sleppi þessu núna, er orðinn svo þreyttur eitthvað.“ Þá segir hann alltaf „þú „beilar“ ekkert á þessu, þú kemur með, það er ekki eins og það sé svona erfitt að fara í sund.“ Og auðvitað hætti ég alltaf við að hætta við eftir svona ræðu yfir manni! sem betur fer, því mér veitir svo sannarlega ekki af hreyfingunni, jafnvel þó ég sé núna í einu því erfiðasta starfi sem ég hef verið í. Sundið veitir mér þær hreyfingar sem vantar uppá í vinnunni þannig að það er alveg bráðnauðsynlegt fyrir mig svo ég sé ekki með grautlina vöðva innan um þá þjálfuðu.

Ég ætlaði bara að vera nettur á kantinum í dag og synda svona 20-30 ferðir hámark og slaka svo vel á í heita pottinum. En mér varð á að segja einum sundgestinum frá áformum mínum og þá sagði hann auðvitað „Það er nú alveg lágmark. Þú verður samt eiginlega að taka 40 ferðir, 41 til að toppa mig.“ Þetta var auðvitað ekkert annað en storkun svo auðvitað varð ég að taka að minnsta kosti 42 ferðir, bara út af kjaftinum í mér. En þetta þýddi að ég var kominn í tímahrak svo ég varð að synda eins og það væri óður hákarl á eftir mér. Kom mér svo uppá bakkann með oföndun dauðans, en sáttur. Það varð lítið úr heita pottinum.

Ég ætla suður eftir vinnu á fimmtudaginn. Löng helgi framundan. Flestir vinnufélagarnir mínir eru að fara í starfsmannaferð til Akureyrar að skemmta sér en ég vildi frekar fara til Reykjavíkur til að hitta vini og vandamenn og nýta tækifærið til að geta verið í bænum á virkum degi, en þetta er fyrsta tækifærið mitt til þess síðan ég flutti. Mér finnst ég ennþá eiga líka heima í Reykjavík þó mér líði ágætlega hér á nýja staðnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe, gott að heyra að einhver haldi þér við efnið þarna fyrir norðan. Kv, Begga frænka

Bergþóra Njála (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband