4.10.2007 | 23:56
Jei!
Nú er ég sáttur! Búinn að koma bílnum í lag með aðstoð góðra ættingja, búinn að fá útborgað, helgin framundan og ég er ekki að vinna á sunnudaginn. En næsta vinnuvika verður samt verulega erfið því að við í móttökunni hjá Hólmadrangi erum að fara að vinna 12 tíma á dag, frá fimm á morgnana. Þetta gerum við til að vinna af okkur einn föstudag í nóvember svo það verði hægt að fara í starfsmannaferð til Akureyrar stresslaust. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég nenni ekki að fara og það er líklega orðið of seint fyrir mig að skrá mig núna til þáttöku. Æ, ég er einhvernvegin bara ekki í stuði núna þó að ég viti að þetta verði skemmtileg ferð og gott tækifæri til að kynnast annari hlið á nýju vinnufélögunum mínum. Mig langar bara ekki til að skrá mig ef ég er síðan líklega að fara að „beila“ á ferðinni. En ég fer pottþétt næst ef ég verð enn vinnandi hérna þá. Ég er að spá í að fara til Reykjavíkur um helgina þó að ég hafi verið þar síðustu helgi, því að ég veit að ég mun ekki hafa tækifæri til þess þá næstu. Ég þarf að kaupa dekk fyrir veturinn og svo þarf ég eiginlega að koma fiskunum mínum norður. Mér gafst heldur ekki tími til að kíkja í bíó síðast. En ég fór sko á djammið! Reyndar meira en það. Ég fór í smá teiti, síðan var ég allt í einu staddur á fjörugu Þróttaraballi og svo endaði ég í Ellefunni niðrí bæ þannig að ég fór sáttur norður. Jamms, jæja... geisp, ég nenni ekki að skrifa meira... hrooot... hrooot...
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.