Innipúki

Ég hef ekki farið út fyrir hússins dyr í allan dag. Búinn að vera ótrúlega latur...alveg samkvæmt áætlun. Ég var að vinna síðasta sunnudag og er líka að fara að vinna næsta sunnudag og líklega fleiri þannig að ég nota þenna eina frídag á viku bara í algera afslöppun. Ég er með þreytta vöðva og sinaskeiðabólgu í hægri úlnlið ásamt bakverkjum en er samt alls ekki að kvarta þó ég sé að væla hér! Mig vantaði bara útrás einhversstaðar því að mér dettur ekki í hug að hafna neinni aukavinnu, enda er ég þvílíkt ánægður með kaupið sem ég er að fá. Mér dettur ekki í hug að kvarta yfir neinu í vinnunni, ég er búinn að ákveða að sama hvað gengur á, þá ætla ég aldrei framar að kvarta yfir álagi á vinnustað. Ef mér líkar ekki vinnan þá ætla ég frekar að segja upp heldur en að fara að væla. Læt þetta bara dynja á ykkur í staðinn, haha, gott á ykkur! Þetta er bara búinn að vera besti laugardagur í heimi. Ég svaf út, fór svo að horfa á bíómyndir og éta ruslfæði, át svo fiskrétt sem frændi minn eldaði af ágætri snilld, horfði síðan á landsleikinn milli Íslands og Spánar (hann endaði 1-1 fyrir stuttu, þvílík stemning á vellinum maður og markið okkar miklu fallegra) og sötraði bjór með leiknum (er reyndar enn að sötra). En já, vinna á morgun svo ég kveð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er gott að vera uppfullur að jákvæðu hugarfari, þá ganga hlutirnir best.  Það var algjört svind að spánverjarnir þyrftu að skora þegar bara 4 mín. voru  eftir af leiknum en svona fer þetta stundum.  Við gerum bara betur næst

Kristín G. (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband