12.1.2014 | 20:01
Rútínan byrjuð
Þá er allt komið í gamla farið á ný eftir jólin og áramótin, en með smá breytingum þó til hins betra. Ég vakna um sexleytið, byrja að vinna klukkan sjö og vinnudagarnir eru yfirleytt það langir að ég hef 2-3 tíma til að borða og gera allt annað eftir vinnu áður en ég fer aftur að sofa. Þess vegna þýðir ekkert slugs eftir vinnu, heldur reyni ég að vera snöggur að borða og ganga frá svo ég geti látið tvö af áramótaheitunum mínum rætast: að hreyfa mig í minnst 20 mínútur á dag og læra svo spænsku í klukkutíma áður en ég fer upp í rúm að lesa og reyna að sofna. Ég reyni líka að komast reglulega í heita pottinn því það er einfaldlega varla til neitt himneskara en að liggja í heitasta pottinum með lokuð augun í þessu eilífa myrkri og kulda á veturna, hvað þá eftir langan dag. En líklega mun ég ekki hafa tíma fyrir pottana nema um helgar, maður gerir nú ekki allt á 2-3 tímum, en hver veit.
Nú hugsa ég mikið um næsta haust því ég vona svo innilega að ég komist í FB á ný til að klára þessar síðustu ellefu einingar sem ég á eftir til stúdentsprófs. Eftir það byrja hlutirnir fyrir alvöru að verða spennandi því þá fer ég loksins að sérhæfa mig í verknámi sem ég virkilega hef áhuga á. Því verður vonandi lokið í kringum árið 2016-17 og þá finn ég mér, ef heppnin er með, mína fyrstu vinnu sem býður upp á hærra tímakaup en það lægsta sem vinnuveitandi kemst upp með að greiða. Ég er svolítið spenntur fyrir þeirri hugmynd að plata einn eða tvo af bræðrum mínum, eða einhverja vini nema hvort tveggja sé, til að leigja með mér íbúð í Reykjavík þegar ég sný þangað í námið því ég ætla í þetta sinn að finna mér aukavinnu svo ég komist loks í mína eigin íbúð. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn hundleiður á að kúldrast þetta endalaust í leiguherbergjum hingað og þangað og ég er nú bara orðinn allt of gamall til að flytja enn á ný í foreldrahús. Jæja, ég læt þetta duga af mér í bili, hafið það gott!
Nú hugsa ég mikið um næsta haust því ég vona svo innilega að ég komist í FB á ný til að klára þessar síðustu ellefu einingar sem ég á eftir til stúdentsprófs. Eftir það byrja hlutirnir fyrir alvöru að verða spennandi því þá fer ég loksins að sérhæfa mig í verknámi sem ég virkilega hef áhuga á. Því verður vonandi lokið í kringum árið 2016-17 og þá finn ég mér, ef heppnin er með, mína fyrstu vinnu sem býður upp á hærra tímakaup en það lægsta sem vinnuveitandi kemst upp með að greiða. Ég er svolítið spenntur fyrir þeirri hugmynd að plata einn eða tvo af bræðrum mínum, eða einhverja vini nema hvort tveggja sé, til að leigja með mér íbúð í Reykjavík þegar ég sný þangað í námið því ég ætla í þetta sinn að finna mér aukavinnu svo ég komist loks í mína eigin íbúð. Ég verð að segja eins og er að ég er orðinn hundleiður á að kúldrast þetta endalaust í leiguherbergjum hingað og þangað og ég er nú bara orðinn allt of gamall til að flytja enn á ný í foreldrahús. Jæja, ég læt þetta duga af mér í bili, hafið það gott!
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.