Steinrotaðist

Lífið er skondið. Ég kom heim þreyttur eftir vinnu og ákvað að skella mér til Ísafjarðar og gera vel við mig á föstudagskvöldi. Fékk mér að borða á Thai Koon og svo ís á eftir í Hamraborginni og brunaði svo til baka. Miðstöðin var í botni hjá mér í þessum 12 stiga gaddi svo mér var hlýtt í bílnum, en í staðinn þurrkaði hún í mér augun og augnþurrkurinn hélt áfram eftir að ég var kominn heim. Ég hafði týnt augndropunum mínum svo ég ákvað að hlusta á þátt á Rás 2 í gegnum netið á meðan ég væri að jafna mig. Ég lagðist því upp í rúm með lokuð augun. Eftir það ætlaði ég að sjálfsögðu að rísa á fætur og gera eitthvað meira, enda klukkan ekki nema rúmlega níu. Það gerði ég líka en þá var kominn næsti dagur, dagurinn í dag! Þessi útvarpsþáttur steinrotaði mig greinilega svo ég svaf værum og löngum svefni til klukkan átta í morgun!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband