Mér er létt!

Nú er ég nýkominn til Suðureyrar eftir smá ,,skreppitúr" á Strandir. Vinnuvikan var erfið og löng því ég var að vinna í ellefu til tólf tíma á dag alla vikuna, að laugardeginum meðtöldum. Ég þurfti líka að hugsa fyrir öllu í fjarveru vinnufélaga míns og bar mikla ábyrgð. Ég var því orðinn nokkuð þreyttur þó ég hafi farið snemma að sofa á kvöldin. Það var þó klárlega sterkur leikur núna að sofa vel. En ég lærði líka heilan helling af þessu svo þetta var í raun það besta sem gat gerst, að neyðast til að sjá um allt í nokkra daga.

Ég ákvað semsagt að ,,skreppa" á Strandir þó það sé töluverður akstur þvi ég vildi endilega komast aðeins í annað umhverfi og hlaða ,,batteríin." Svo langaði mig líka bara að heilsa upp á mitt fólk. Þetta var þægilegur akstur í góða veðrinu og ég fékk gistingu hjá Hadda frænda á Stakkanesi en Gréta frænka var líka á staðnum.

Morguninn eftir kíkti ég til ömmu og afa sem voru hress og höfðu gaman að því að fá þennan leynigest. Þegar ég var búinn að borða í sjoppunni var förinni heitið í heita pottinn í Hólmavíkurlaug en þar er nánast hægt að stóla á að hitta kunningja og ná góðu spjalli, sem líka gerðist. Eftir heitapottsdýfinguna ákvað ég að þiggja kaffiboð í ,,spilavítinu" eins og gamla fólkið kallar félagsheimilið sitt, en það er til húsa í gamla flugstöðvarhúsinu.

Ég ákvað að vera snemma á ferðinni til baka til að ná að aka sem lengst í björtu og það var enda ágætis ákvörðun því að nú voru komnir hálkublettir og ég enn án nagladekkja. Samt náði ég að skrölta þetta á þremur klukkutímum þrátt fyrir að hafa tekið allar beygjur og brekkur afar rólega. Ég er feginn að vikan er á enda og sú næsta verður án efa þægileg, segjum það bara! Hafið það gott, gott fólk! Sideways


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband