Þriggja daga flugskrepp

Heil og sæl. Ég tók þá skyndiákvörðun á fimmtudaginn að kaupa mér flugmiða til Reykjavíkur daginn eftir og fá frí á mánudaginn. Ég er ekki búinn að redda mér nagladekkjum svo þetta var eina vitið (því heiðarnar eru nú flughálar á köflum), og svo er þetta bara svo þægilegt að vera ekki nema fjörutíu mínútur á leiðinni fyrir ekki svo mikið hærri upphæð en hefði farið í bílferðina. Síðan græði ég líka hátt í tólf tíma sem hefðu farið í aksturinn, ekkert vesen! Þetta var fyrsta flugið mitt í fjögur ár eða síðan 2009 þegar ég fór á Þjóðhátíð í Eyjum. Árið áður, 2008, fór ég til Spánar með fjölskyldunni og nú fimm árum síðar er sú góða ferð ennþá síðasta utanlandsferðin mín.

Það má sjá af ofangreindu að það er löngu tímabært að skutla sér í útlandið, spurningin er bara hvert og með hverjum? Ef einhver iðar í skinninu að kíkja út og vantar ferðafélaga þá má sá eða sú alveg hafa samband við mig og sjá hvort ég hafi ekki bara áhuga! Ekki það að nú er það í forgangi hjá mér að skrapa saman fé til að borga út í íbúð (en ég gæti þó tekið upp á því að geyma upphæðina og klára skólann fyrst). Minniháttar utanlandsskreppi ætti þó að vera auðvelt að finna stað í bókhaldinu. Ég reyki ekki og drekk sama sem ekkert svo það kostar mig ansi lítið að lifa miðað við hjá mörgum.

Svo ég spóli aftur í núið þá er ég semsagt staddur í Reykjavík og er búinn að njóta þess í botn enda þarfnaðist ég þess að eiga smá fjölskyldutíma í nokkra daga. Ég er búinn að kíkja í bíó, versla, fara í heimsóknir, skella mér í sund, rúnta, fara í fjölskyldugöngu og ég komst jafnvel í klippingu (takk frænka!). En nú nenni ég ekki að skrifa meir, best að setjast með kaffibolla og góna á imbann með hinum. Svona þriggja daga helgar eru mér að skapi! Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband