8.9.2013 | 15:01
Skellt sér í körfuna maður!
Haldið þið ekki að ég hafi farið á körfuboltaleik á föstudaginn eftir vinnu. Félagi minn spurði mig hvort ég vildi koma með á leik og ég sló til, enda man ég ekki einu sinni eftir að hafa nokkurn tíman farið á alvöru leik, þó ég hafi auðvitað spilað fáeina um ævina. En það fyndna við þetta er að ég hef samt farið á íshokkíleiki, í Reykjavík og á Akureyri. Leikurinn fór fram á Ísafirði og öttu kappi liðin KFÍ og Stjarnan í fyrirtækjabikar karla og í leikslok endaði staðan í 87:77 fyrir KFÍ. Mætingin var ágæt, sýndist mér og fínasta stemning og ég gæti alveg hugsað mér að mæta á fleiri leiki í vetur. Það var samt þrautin þyngri að halda athyglinni og að geta séð leikinn almenninlega því ég var bæði dauðþreyttur eftir langan vinnudag (12 tíma) og svo hrjáði mig þessi líka hressilegi augnþurrkur dauðans svo það var ekki sjón að sjá mig !
Eftir leikinn skellti ég mér á tvo öllara á Suðureyri og sofnaði ekki fyrr en klukkan eitt um nóttina, en mætti þó í laugardagsvinnu sjö um morguninn daginn eftir. Ég var þó furðu hress á laugardeginum miðað við það, en steinrotaðist reyndar strax eftir vinnu fyrir framan tölvuna! Nú er biðin eftir fyrstu launagreiðslunni loks á enda, svo ég get hætt að lifa í ofursparnaði öllum stundum, þó ég ætli heldur ekkert að sleppa mér í eyðslu. Það er bara einhvernveginn þannig að manni líður mun betur að geta keypt eitthvað, jafnvel þó maður kaupi það ekki, en ef maður getur ekki keypt eitthvað, því maður eigi ekki peninga, hvort sem manni langi til þess eða ekki! Eh, hmm... þið fattið!!
Næsta helgi verður skemmtileg. Þá verða leitir og réttir í Staðardal í Steingrímsfirði og að sjálfsögðu er ég á leiðinni þangað. Þá mun ég hitta fullt af ættingjum og vinum og hlaupa á eftir mis þrjóskum kindum og lömbum um hæðir og hóla. Svo er ég að gæla við að skreppa til Reykjavíkur helgina eftir það, svo lengi sem það verður ekki farin að vera hálka á vegunum (ég er á hálfslitnum sumardekkjum), en ég á eftir að sækja helling af dóti svo ég geti gert þetta herbergi hér á Suðureyri heimilislegra, en best verður þó að hitta fjölskylduna og vinina fyrir sunnan á ný eftir um eins mánaðar fjarveru.
Um bloggið
Guðmundur B. Sigurðsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Gummi bloggar á spænsku Bloggið mitt þar sem ég æfi mig í að skrifa og tjá mig á spænsku.
Eldri færslur
2024
2021
2020
2019
2018
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggin
Vinir, fjölskylda eða aðrir
- Haddi frændi
-
Pétur Olsen og co
Fyrrverandi vinnufélagi minn og vinir hans í sameiginlegu bloggi, bara flott hjá þeim! - Bergþór bróðir
- Elín frænka
- Þórhallur
- Ari
- Mary
- Anna Hendrix
- Mist
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.