Sannar sögur

Nú er ég búinn að búa á Suðureyri í 18 daga og mér er farið að líða eins og ég eigi í alvöru heima hérna. Ég skrapp í sundlaugina eftir vinnu í dag til að fara í heita pottinn og láta líða úr mér þar. Er ég horfði yfir í busllaugina sá ég hvar eitthvað datt ofan í hana af himnum ofan með áberandi skvampi, og á sama tíma heyrði ég í fugli garga og þjóta hjá. Maður og kona voru í busllauginni og ég hugsaði nú bara ,,oj bara, fuglinn hefur dritað svona líka risa hlussu beint ofan í laugina til þeirra." En þá nálgaðist maðurinn hlutinn og tók hann upp úr og haldið þið ekki að þetta hafi verið dauð mús sem fuglinn missti úr goggnum! Þetta er einn af þessum hlutum sem fólk getur lifað heila ævi án þess að upplifa.

Ég hef upplifað annað sem hendir fæsta, en það er að aka yfir tvo refi á innan við einu ári. Ég var sem sagt einu sinni sem oftar að keyra norður til Hólmavíkur, í svartamyrkri og ég var rétt ókominn að Hreðavatnsskála. Stökk þá skyndilega refur í veg fyrir mig rétt fyrir framan bílinn á harðaspretti. Ég átti engan möguleika á að forða árekstri og ók því yfir rebba sem steindrapst. Minna en ári síðar var ég aftur að keyra í myrkri til Hólmavíkur, en að þessu sinni átti ég minna en fimm mínútur eftir í bæinn, ég var nánar tiltekið að nálgast fótbolta- og golfvöllinn. Þá stökk skyndilega refkvikindi á ný í veg fyrir mig á harðaspretti og engin leið að forða árekstri. Þessi drapst einnig samstundis eins og fólk getur gert sér í hugarlund. Í bæði skiptin hafði ég fjarlægt hræin af veginum en í þetta sinn var ég nýbúinn að fjarlægja seinna hræið þegar vörubíll kemur aðvífandi og hægir á sér. Ég hugsaði með mér, ,,best að fara hvergi, það lítur kannski ankannalega út að aka af stað skiljandi eftir sig stóran blóðpoll, best að bakka yfir blóðpollinn og láta vörubílinn taka fram úr mér." Ég var handviss um að það myndi vörubílstjórinn gera, þar sem þeir eru nú venjulega að reyna að halda áætlun og það var gott útsýni framundan. En nei, nei, bílstjóri þessi nam alveg staðar fyrir aftan mig og beið bara og beið!! ,,Hver skollinn?," hugsaði ég, ,,ég neyðist til að leggja af stað," sem og ég gerði og hugsaði um það hvaða skuggaverk hann hefur haldið að ég hafi framið þarna þegar hann sá blóðpollinn!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Guðmundur B. Sigurðsson

Höfundur

Guðmundur Björn Sigurðsson
Guðmundur Björn Sigurðsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Bloggin

Vinir, fjölskylda eða aðrir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband